Food & fun
Metfjöldi veitingastaða taka þátt í Food & Fun í ár – Hátíðin verður haldin dagana 6. – 10. mars
Matarhátíðin Food & Fun verður haldin með pompi og prakt dagana 6.- 10. mars næstkomandi. Hátíðin er haldin í 21. skipti og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn girnilegasti viðburðurinn í menningarlífi borgarinnar. Hátíðin hefur vakið mikla athygli um heim allan fyrir skemmtilegt og spennandi samstarf íslenskra veitingastaða og erlendra gestakokka þar sem íslensk hráefni og
gæði eru í hávegum höfð.
20 veitingastaðir taka þátt í Food & Fun
Í ár taka alls 20 veitingastaðir þátt í hátíðarhöldunum sem er metfjöldi.Staðfestir þátttakendur í ár eru:
Apotek Kitchen Bar, Brasserie Kársnes, Brút, Duck & Rose, EIRIKSSON Brasserie, Finnsson Bistro, Fiskmarkaðurinn, Fröken Reykjavík, Grand Restaurant, Grillmarkaðurinn, La Primavera Marshall, OTO, Sæta Svínið Gastropub, Skreið, Sumac, Sushi Social, Tapas Barinn, Tres Locos, Tides, VOX
“Food & Fun er fyrir löngu orðin fastur liður í huga Íslendinga sem einn af stóru árlegu menningarviðburðunum. Mörg dæmi eru til um stóra vinahópa, fjölskyldur, fyrirtæki o.fl. sem missa ekki úr hátíð og reyna jafnvel að heimsækja sem flesta veitingastaði á meðan á hátíðinni stendur.
Einnig hefur oft verið talað um hátíðina sem nokkurs konar “árshátíð” veitingageirans, en það ríkir alltaf gríðarlega mikil stemning og sannur Food & Fun andi svífur yfir vötnum á þéttsetnum veitingastöðum borgarinnar.
Við eigum von á gífurlega spennandi matreiðslumeisturum á hátíðina í ár, hvaðanæva úr heiminum og hvetjum alla matgæðinga til að fylgjast vel með þegar þau verða kynnt til leiks til leiks á næstu dögum.“
Segir Ólafur Hall, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Síðast komust færri að en vildu – Bókanir opna formlega 7. febrúar
Food & Fun fagnar sínu öðru ári í nánu samstarfi við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Dineout, en allar borðabókanir fyrir Food & Fun mun fara í gegnum sérstaka bókunarsíðu Dineout og Food & Fun. Stefnt er á að opna formlega fyrir bókanir þann 7. febrúar.
„Dineout er stoltur samstarfsaðili Food & Fun annað árið í röð og við hlökkum mikið til þessarar flottu hátíðar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Til landsins mæta kokkar á heimsmælikvarða og reiða fram dýrindis mat sem er svo frábært „krydd“ inn í þá framúrskarandi veitingamenningu sem landið býður upp á.
Síðast komust færri að en vildu og við hvetjum landsmenn að tryggja sér borð um leið og opnað verður fyrir bókanir“
Segir Inga Tinna Sigurðardóttir, Forstjóri Dineout.
Kokteilakeppni Food & Fun verður á sínum stað.
Hágæða íslenskar afurðir
Íslensk hráefni eru ávallt í hávegum höfð á Food & Fun matseðlunum og hafa erlendu gestakokkarnir í kjölfarið af heimsókn sinni til landsins verið duglegir að bera út boðskapinn um allar þær frábæru afurðir sem við Íslendingar framleiðum.
Mörg dæmi eru um að hágæða íslenskar afurðir hafi ratað á diskana á mörgum af þekktustu veitingahúsum heims eftir heimsótt yfirkokkana á Food & Fun. Allt frá íslenska lambinu yfir í íslenskt Wasabi.
“Allir gestakokkar sem hafa tekið þátt í Food & Fun eiga það sameiginlegt að hafa verið yfir sig hrifnir af hráefninu sem okkar litla eyja hefur upp á að bjóða og hversu sjálfbært Ísland er í raun og veru þegar kemur að matvælaframleiðslu.
Hvort sem um er að ræða íslenskt lamb, fisktegundir líkt og bleikju og þorsk eða framandi grænmeti á við ferskt íslenskt wasabi. En svo er það íslenska smjörið sem hefur oftar en ekki stolið senunni og verið smyglað í kílóatali í ferðatöskum gestakokka og endar svo á veitingahúsum víðs vegar um heim. Á síðasta áratug hefur matarferðamennska rutt sér rúms og er talin vera þriðja stærsta ástæða þess að ferðamenn leggja land undir fót, rétt á eftir náttúru í öðru sæti og menningu í því fyrsta.
Það má að einhverju leyti henda því fram að veitingastaðir séu einn af hornsteinum íslenskrar ferðamennsku og hafa verið stór þáttur í að koma Íslandi á kortið. Þar hefur Food & Fun verulega styrkt ímynd íslenskra veitingahúsa á erlendum vettvangi og verið frábær landkynning fyrir mat, land og þjóð.”
Segir Ólafur Hall
Fjölbreytt matarupplifun
Árið 2024 markar eina stærstu Food & Fun hátíðina til þessa, með ríkulegu úrvali mismunandi veitingastaða og frábærum gestakokkum. Gestir hátíðarinnar geta búist við fjölbreyttum matarupplifunum sem endurspegla þá gríðarlegu flóru veitingastaða sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.
Á Food & Fun gefst öllum kostur á að eiga einstaka matarupplifun hvort sem um er að ræða þá sem lifa og anda fyrir nýjar matarminningar jafnt og þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í sælkeraheiminum.
Myndir aðsendar – Með fylgja myndir frá síðustu Food & Fun hátíðinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast