Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Metfjöldi í sveinsprófi bakara í tæpan aldarfjórðung – Árni bakari: „Ég hef kynnt aðferð sem ég lærði í Danmörku….“ – Myndaveisla

Birting:

þann

Nú á dögunum fór fram sveinspróf í bakstri í Hótel-, og matvælaskólanum. Miklir fagmenn á ferð sem töfruðu fram ljúffengar og glæsilegar kræsingar.

Að þessu sinni útskrifuðust 13 bakarar með sveinspróf í bakaraiðn. Ekki hafa fleiri þreytt sveinspróf síðan árið 2000. Bakaraiðn hefur lengi verið karlæg og þess vegna er gaman að segja frá því að 6 stúlkur útskrifuðust að þessu sinni.

Birg­ir Fann­ar Sig­urðar­son – Alm­ar bak­ari

Darri Dór Orra­son – Reyn­ir bak­ari

Finn­ur Guðberg Ívars­son Prigge – Kök­ulist og Bláa lónið

Guðbjörg Ósk Andrea­sen Gunn­ars­dótt­ir – Brikk

Gunn­ar Jök­ull Hjalta­son – Mos­fells­bakarí

Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir – Hyg­ge

Kar­en Guðmunds­dótt­ir – Gulli Arn­ar

Lovísa Þórey Björg­vins­dótt­ir – Bæj­ar­bakarí

Matt­hild­ur Ósk Guðbjörns­dótt­ir – Gulli Arn­ar

Mika­el Sæv­ars­son – Kalla bakarí Akranesi

Óli Steinn Steinþórs­son – Gæðabakst­ur

Pálmi Hrafn Gunn­ars­son – Ikea

Sunn­eva Kristjáns­dótt­ir – Sand­holt

 

Metfjöldi í sveinsprófi bakara í tæpan aldarfjórðung - Árni bakari: "Ég hef kynnt aðferð sem ég lærði í Danmörku...." - Myndaveisla

Haraldur Árni Þorvarðarson

„Á undanförnum árum hefur atvinnulífið einnig tekið fleiri nema til sín, sem er mikilvæg þróun.

Ég hef kynnt aðferð sem ég lærði í Danmörku, þar sem fleiri nemar eru teknir á hverja stöðu og þeim gefnir færri tímar. Með tilkomu nýrrar ferilbókar hefur ábyrgðin verið færð yfir á meistarana til að meta hvort nemarnir séu tilbúnir til að ljúka námi sínu, óháð tíma.

Sagði Haraldur Árni Þorvarðarson betur þekktur sem Árni bakari, aðpurður um hvað veldur aukningu á fjölda útskrift bakara, en Árni er fagstjóri bakaradeildar í Hótel- og matvælaskólanum.

„Dæmi um þessa aðferð sá ég á Jótlandi fyrir þremur árum, þar sem lítið kondítorí var með fjögur nemapláss en sex nema við þau. Þetta fyrirkomulag leiddi til þess að engin yfirvinna var hjá meistaranum, hvort sem nemarnir voru í skóla eða í fríi.

Nemarnir fá mikinn stuðning hver frá öðrum, hvort sem það er á vinnustaðnum eða í skólanum, sem ýtir undir að allir standi sig vel og forðast að fólk brenni út og hætti.

Við erum bjartsýn á framtíðina í bakaraiðninni og hlökkum til að sjá fleiri nemendur nýta sér þau fjölbreyttu tækifæri sem greinin býður upp á.“

Auglýsingapláss

Sagði Árni að lokum.

Við óskum nýsveinum í bakstri til hamingju með áfangann.

Myndir: aðsendar / Haraldur Árni Þorvarðarson

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið