Nemendur & nemakeppni
Metfjöldi í sveinsprófi bakara í tæpan aldarfjórðung – Árni bakari: „Ég hef kynnt aðferð sem ég lærði í Danmörku….“ – Myndaveisla
Nú á dögunum fór fram sveinspróf í bakstri í Hótel-, og matvælaskólanum. Miklir fagmenn á ferð sem töfruðu fram ljúffengar og glæsilegar kræsingar.
Að þessu sinni útskrifuðust 13 bakarar með sveinspróf í bakaraiðn. Ekki hafa fleiri þreytt sveinspróf síðan árið 2000. Bakaraiðn hefur lengi verið karlæg og þess vegna er gaman að segja frá því að 6 stúlkur útskrifuðust að þessu sinni.
Birgir Fannar Sigurðarson – Almar bakari
Darri Dór Orrason – Reynir bakari
Finnur Guðberg Ívarsson Prigge – Kökulist og Bláa lónið
Guðbjörg Ósk Andreasen Gunnarsdóttir – Brikk
Gunnar Jökull Hjaltason – Mosfellsbakarí
Hekla Guðrún Þrastardóttir – Hygge
Karen Guðmundsdóttir – Gulli Arnar
Lovísa Þórey Björgvinsdóttir – Bæjarbakarí
Matthildur Ósk Guðbjörnsdóttir – Gulli Arnar
Mikael Sævarsson – Kalla bakarí Akranesi
Óli Steinn Steinþórsson – Gæðabakstur
Pálmi Hrafn Gunnarsson – Ikea
Sunneva Kristjánsdóttir – Sandholt
„Á undanförnum árum hefur atvinnulífið einnig tekið fleiri nema til sín, sem er mikilvæg þróun.
Ég hef kynnt aðferð sem ég lærði í Danmörku, þar sem fleiri nemar eru teknir á hverja stöðu og þeim gefnir færri tímar. Með tilkomu nýrrar ferilbókar hefur ábyrgðin verið færð yfir á meistarana til að meta hvort nemarnir séu tilbúnir til að ljúka námi sínu, óháð tíma.
Sagði Haraldur Árni Þorvarðarson betur þekktur sem Árni bakari, aðpurður um hvað veldur aukningu á fjölda útskrift bakara, en Árni er fagstjóri bakaradeildar í Hótel- og matvælaskólanum.
„Dæmi um þessa aðferð sá ég á Jótlandi fyrir þremur árum, þar sem lítið kondítorí var með fjögur nemapláss en sex nema við þau. Þetta fyrirkomulag leiddi til þess að engin yfirvinna var hjá meistaranum, hvort sem nemarnir voru í skóla eða í fríi.
Nemarnir fá mikinn stuðning hver frá öðrum, hvort sem það er á vinnustaðnum eða í skólanum, sem ýtir undir að allir standi sig vel og forðast að fólk brenni út og hætti.
Við erum bjartsýn á framtíðina í bakaraiðninni og hlökkum til að sjá fleiri nemendur nýta sér þau fjölbreyttu tækifæri sem greinin býður upp á.“
Sagði Árni að lokum.
Við óskum nýsveinum í bakstri til hamingju með áfangann.
Myndir: aðsendar / Haraldur Árni Þorvarðarson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








































