Frétt
Met slegin í júlí og ágúst – Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur
Seldum gistinóttum á Norðurlandi heldur áfram að fjölga, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni var slegið met í júlí og ágúst.
Þetta er í samhengi við þróunina í maí og júní , en sérstaka athygli vekur fjölgun gistinátta í ágúst sem sýnir enn betur þá þróun að sumartímabilið er orðið lengra og teygir sig nú frá maí og vel inn í september. Þar spilar aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll lykilhlutverk, segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.
Íslendingar hafa áfram nýtt sér tækifærin sem felast í enn öflugri ferðaþjónustu, því gistinóttum þeirra hefur fjölgað umtalsvert frá því sem var fyrir heimsfaraldur. Í júlí voru gistinæturnar til dæmis tæplega 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst voru þær rúmlega í 145% fleiri en árið 2018.
Íslendingum á ferðalagi um Ísland hefur því ekki fækkað frá því sem áður var, ef ekki er tekið mið af árunum 2020-2021 sem voru verulega lituð af heimsfaraldrinum.
Nýting hótel herbergja hefur farið upp á við og var rúmlega 80% í júlí og 83% í ágúst. Næg tækifæri eru til staðar til að taka á móti fleira ferðafólki yfir sumarið og til að nýta þau er samstaða ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila mikilvæg.
Í því samhengi má nefna að nú er verkefnið Straumhvörf að hefjast, sem snýst um vöruþróun í ferðaþjónustu í tengslum við millilandaflug á Norður- og Austurlandi. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Norðurlands, Austurbrúar og samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.
Verkefnið verður kynnt á opnum Teams fundi fimmtudaginn 12. október klukkan 10.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








