Vertu memm

Frétt

Met slegin í júlí og ágúst – Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur

Birting:

þann

Met slegin í júlí og ágúst - Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur

Seldum gistinóttum á Norðurlandi heldur áfram að fjölga, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni var slegið met í júlí og ágúst.

Þetta er í samhengi við þróunina í maí og júní , en sérstaka athygli vekur fjölgun gistinátta í ágúst sem sýnir enn betur þá þróun að sumartímabilið er orðið lengra og teygir sig nú frá maí og vel inn í september. Þar spilar aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll lykilhlutverk, segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Met slegin í júlí og ágúst - Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur

Íslendingar hafa áfram nýtt sér tækifærin sem felast í enn öflugri ferðaþjónustu, því gistinóttum þeirra hefur fjölgað umtalsvert frá því sem var fyrir heimsfaraldur. Í júlí voru gistinæturnar til dæmis tæplega 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst voru þær rúmlega í 145% fleiri en árið 2018.

Íslendingum á ferðalagi um Ísland hefur því ekki fækkað frá því sem áður var, ef ekki er tekið mið af árunum 2020-2021 sem voru verulega lituð af heimsfaraldrinum.

Met slegin í júlí og ágúst - Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur

Nýting hótel herbergja hefur farið upp á við og var rúmlega 80% í júlí og 83% í ágúst. Næg tækifæri eru til staðar til að taka á móti fleira ferðafólki yfir sumarið og til að nýta þau er samstaða ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila mikilvæg.

Í því samhengi má nefna að nú er verkefnið Straumhvörf að hefjast, sem snýst um vöruþróun í ferðaþjónustu í tengslum við millilandaflug á Norður- og Austurlandi. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Norðurlands, Austurbrúar og samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Verkefnið verður kynnt á opnum Teams fundi fimmtudaginn 12. október klukkan 10.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið