Sverrir Halldórsson
Menam orðinn partur af Selfossi
MENAM, sem þýðir „Við fljótið“, er thailenskur / alþjóðlegur veitingastaður staðsettur á Eyravegi 8 Selfossi gegnt hótel Selfossi.
Saga Menam
Veitingastaðurinn Menam var opnaður 5. desember 1997 af þeim hjónum Sigurði Guðmundssyni og Jaroon Nuenmaroeng. Stuttu síðar opnuðu þau svo gistiheimili á efri hæð hússins. Aðal áhersla hefur verið á thailenska matargerð frá upphafi. Menam hefur á að skipa sama matreiðslumann af thailenskum uppruna frá opnun staðarins.
Þann 30. júlí 1999 keypti Kristín Árnadóttir reksturinn af þeim hjónum og rekur hún Menam í dag ásamt fjölskyldu sinni. Hjá fyrirtækinu starfa um 15 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Er það stefna okkar að skapa skemmtilegan og áhugaverðan vinnustað þar sem starfsfólki jafnt sem gestum líður vel að vera.
Saga hússins
Húsið að Eyravegi 8 á sér langa og merkilega sögu. Það var byggt árið 1945 af Þorsteini Guðmundssyni rafvirkjameistara. Húsið hefur gengt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina, fyrst var þar rekin verslun og rafmagnsverkstæði á neðri hæðinni en íbúðarhúsnæði á þeirri efri. Upp úr árinu 1948 keypti Selfosshreppur húsið og var rekin ýmis starfsemi á vegum hreppsins og síðar bæjarins í húsinu.
Sem dæmi má nefna Hreppsskrifstofur og síðar Bæjarskrifstofur, bókasafn, Hitaveita og rafveita Selfossbæjar, Félagsmálastofnun Selfoss og Samband Sunnlenskra Sveitarfélaga undir það síðasta.
Í stigagangi upp á aðra hæð hússins þar sem gistiheimilið er, er listaverk málað á vegginn sem er einskonar tákn hússins. Hana málaði Ragnar Engilbertsson árið 1947 er hann var við vinnu við að mála Ölfusárbrú þá um sumarið. Myndin er af Öxarárfossi og er óárituð. Ekki fékkst staðfest fyrr en árið 1999 hver ætti heiðurinn að þessu fallega verki sem prýðir húseignina að Eyravegi 8 á Selfossi.
Til gamans má geta þess að Kristín er dóttir þeirra hjóna sem síðast ráku Tryggvaskála og ólst hún upp þar meira og minna.
En snúum okkur að matnum, en fyrst verð ég að segja að við sváfum vel upp á lofti í gistiheimilinu og svolítið skondið þegar við litum út um gluggann um morguninn var allt hvítt.
Þá er það maturinn:
Fyrst kom
Bragðmikil , en fór þó ekki yfir mörkin
Vá hvað þær voru góðar stökkar og bragðmiklar
Ég er ennþá með bragðið i munninum, hef aldrei fengið svona góðan lambarétt á asískum veitingastað
Klassískur réttur og smakkaðist prýðilega
Þetta er súpa fyrir fullorðna, vel sterk og rífur vel í
Mjög bragðgóður
Þegar upp var staðið þá var þetta frábær hádegisverður og góð tilbreyting frá hefðbundinni íslenskri eldamennsku, yfirgáfum við staðinn sáttir innra með okkur og í maga.
PS. Hún Kristín er að leita að matreiðslumanni ef einhver hefur áhuga á bæði thailenskri og alþjóðlegri eldamennsku.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati