Bjarni Gunnar Kristinsson
Meðlimir í Íslenska Kokkalandsliðinu í njósnaleiðangri
Keppnin Salon Culinaire Mondial hófst í dag og fer fram næstu daga þar sem kokkalandslið víðsvegar um heim þ.m.t. Singapore, Hong Kong, Kanada, Suður Afríku, Þýskalandi, Malasíu, Hollandi, Ítalíu og Tékklandi auk fleiri liða í öðrum flokkum frá meira en 30 löndum munu keppa í Basel í Sviss á hótel og veitingahúsa sýningunni Igeho.
Þessi keppni er liður í heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Luxembourg í nóvember 2014 þar sem Íslenska Kokkalandsliðið kemur til með að keppa og eru núna nokkrir meðlimir í landsliðinu á Igeho sýningunni að sjá og spekulera hvað hin liðin eru að gera.
Til gamans má geta að Íslenska kokkalandsliðið keppti á Salon Culinaire Mondial í nóvember árið 2005 og stóð sig mjög vel og fengu silfur bæði í heita og kalda matnum.
Mynd: Bjarni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.