Bjarni Gunnar Kristinsson
Meðlimir í Íslenska Kokkalandsliðinu í njósnaleiðangri
Keppnin Salon Culinaire Mondial hófst í dag og fer fram næstu daga þar sem kokkalandslið víðsvegar um heim þ.m.t. Singapore, Hong Kong, Kanada, Suður Afríku, Þýskalandi, Malasíu, Hollandi, Ítalíu og Tékklandi auk fleiri liða í öðrum flokkum frá meira en 30 löndum munu keppa í Basel í Sviss á hótel og veitingahúsa sýningunni Igeho.
Þessi keppni er liður í heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Luxembourg í nóvember 2014 þar sem Íslenska Kokkalandsliðið kemur til með að keppa og eru núna nokkrir meðlimir í landsliðinu á Igeho sýningunni að sjá og spekulera hvað hin liðin eru að gera.
Til gamans má geta að Íslenska kokkalandsliðið keppti á Salon Culinaire Mondial í nóvember árið 2005 og stóð sig mjög vel og fengu silfur bæði í heita og kalda matnum.
Mynd: Bjarni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla