Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Meðlimir í Íslenska Kokkalandsliðinu í njósnaleiðangri

Birting:

þann

Frá æfingu hjá Íslenska kokkalandsliðinu fyrir Basel 2005

Frá æfingu hjá Íslenska kokkalandsliðinu fyrir Basel 2005

Keppnin Salon Culinaire Mondial hófst í dag og fer fram næstu daga þar sem kokkalandslið víðsvegar um heim þ.m.t. Singapore, Hong Kong, Kanada, Suður Afríku, Þýskalandi, Malasíu, Hollandi, Ítalíu og Tékklandi auk fleiri liða í öðrum flokkum frá meira en 30 löndum munu keppa í Basel í Sviss á hótel og veitingahúsa sýningunni Igeho.

Þessi keppni er liður í heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Luxembourg í nóvember 2014 þar sem Íslenska Kokkalandsliðið kemur til með að keppa og eru núna nokkrir meðlimir í landsliðinu á Igeho sýningunni að sjá og spekulera hvað hin liðin eru að gera.

Til gamans má geta að Íslenska kokkalandsliðið keppti á Salon Culinaire Mondial í nóvember árið 2005 og stóð sig mjög vel og fengu silfur bæði í heita og kalda matnum.

 

Mynd: Bjarni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið