Frétt
Matvælastofnun uppfærir lista yfir vernduð afurðaheiti – Hefur þú skoðun á vernduðum afurðaheitum?
Samningur milli Íslands og Evrópusambandsins um vernd landfræðilegra
merkinga landbúnaðarafurða og matvæla öðlaðist gildi 1. maí 2018, en var undirritaður af Íslands hálfu 3. mars 2021, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda 5. maí 2021.
Samkvæmt samningnum skal Matvælastofnun auglýsa lista yfir þau afurðaheiti sem verndar munu njóta hér á landi, auk upplýsinga um hvar nálgast megi afurðalýsingu fyrir viðkomandi matvæli. Listi yfir afurðaheiti var síðast birtur árið 2023 en nú birtir stofnunin uppfærðan lista fram til 30. júní 2024, þar sem er að finna bæði breytingar á eldri lista sem og viðbætur við listann, þ.e. ný afurðaheiti sem verndar skulu njóta hérlendis.
Matvælastofnun auglýsir hér með eftir andmælum gegn því að heiti þau sem listuð eru á heimasíðu stofnunarinnar (sjá ítarefni) öðlist vernd á Íslandi. Andmæli skulu vera skrifleg og berast á netfangið [email protected] eða til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, fyrir 14. október nk.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






