Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Matur, hönnun og framtíðarsýn í brennidepli á Húsavík

Birting:

þann

HönnunarÞing: Matur, hönnun og framtíðarsýn í brennidepli á Húsavík

HönnunarÞing, árleg hátíð hönnunar og nýsköpunar á Húsavík, fer fram dagana 26. – 27. september með ríkulegri dagskrá þar sem áherslan er á mat og fjölbreytt samspil hönnunar og matargerðar.

Á meðal dagskrárliða má finna umfjöllun um heitreikta grásleppu, nýstárlegar leiðir til að nýta hrogn, samfélagsgróðurhús í hafi, lífgas- og áburðarverksmiðjur, skordýraprótein, sniglarækt og ekki síst villiöl og bragð landslagsins. Þá verður einnig velt upp spurningunni hvort stökkfiskur eigi erindi á borð landsmanna og hvort hægt sé að borða flugelda.

Gunnar Karl Gíslason og Jody Eddy

Gunnar Karl Gíslason og Jody Eddy

Eitt af stóru nöfnum ráðstefnunnar er Jody Eddy, bandarískur matreiðslumeistari, rithöfundur og blaðamaður sem hefur skrifað fyrir virt tímarit á borð við The New York Times, Saveur og Food & Wine. Hún hefur starfað á Michelin veitingastöðum á borð við Jean-Georges í New York og The Fat Duck í Englandi.

Jody hefur lagt sérstaka áherslu á menningarlega þætti matarins og matreiðslu sem samfélagslega upplifun og hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir verk sín, meðal annars IACP Judge’s Choice fyrir bók sína sem hún skrifaði með Gunnari Karli Gíslasyni, North: The New Nordic Cuisine of Iceland.

Jody Eddy flytur tvö erindi á HönnunarÞingi, annars vegar um hönnunarklúður í matreiðslubókum og hins vegar um heilaga hönnun og mat.

Veitingastaðir á Húsavík munu leggja sitt af mörkum og bjóða upp á nýja rétti sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. Gestum er ráðlagt að panta borð tímanlega þar sem mikil eftirspurn er yfir hátíðina.

Flest erindi verða túlkuð á staðnum þannig að bæði íslenskumælandi og enskumælandi þátttakendur geti notið. Aðgangur er frír að flestum dagskrárliðum, þó er hvatt til skráningar til að auðvelda skipulag, en einnig verður hægt að mæta á staðinn án skráningar.

HönnunarÞing lofar að verða fjölbreyttur vettvangur þar sem hönnun, nýsköpun og matarmenning mætast á lifandi hátt. Þeir sem hyggjast dvelja alla hátíðina er bent á að bóka gistingu tímanlega, en þegar er farið að fækka herbergjum á Fosshótel Húsavík.

Facebook viðburður.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið