Markaðurinn
Matreiðslumaður óskast
Ráin veitingahús leitar að matreiðslumanni sem og tekur þátt í daglegum rekstri veitingastaðarins.
Starfið felur í sér yfirumsjón með daglegum rekstri og verkefnum veitingadeildar svo sem sölu og þjónustu, áætlunum, starfsmannamálum, innkaupum, birgðahaldi, fjármálaumsýslu og að gæðakröfum sé fullnægt ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Hæfniskröfur:
-Metnaðarfullur
-Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
-Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
-Gott vald á íslensku og ensku
-Að vinna vel undir álagi
-Dugnaður og stundvísi
Veitingastaðurinn Ráin var stofnaður árið 1989. Ráin er með fagurt útsýni á upplýst Bergið í Reykjanesbæ og stendur við sjóinn. Veitingastaðurinn getur tekið um 300 manns í sæti í tveimur veitingasölum.
Umsókn um starf sendist á [email protected]. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Björn Vífill Þorleifsson, eigandi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé