Markaðurinn
Matreiðslumaður – Hótel Reykjavík Grand
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dýnamísku og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Grand óskar að ráða til sín matreiðslumann í eldhúsið sem deilir ástríðu okkar fyrir því að veita fyrsta flokks matarupplifun.
Spennandi uppbygging er í kortunum hjá Hótel Reykjavík Grand með nýjum ráðstefnusölum, glænýju eldhúsi og stækkar hótelið úr 314 herbergjum í 454 herbergi.
Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu og taktu þátt í spennandi uppbyggingu með okkur.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Vinna með eldhústeymi í þróun nýrra rétta eftir árstíðum
- Þátttaka í þjálfun starfsfólks í eldhúsi
- Vinna með öðrum deildum til að ná settum markmiðum í þjónustu gesta
- Aðkoma með birgðarhaldi í eldhúsi, pöntunum og frágang hráefna
- Eftirlit með hreinlæti, GÁMES
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu skilyrði
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Fyrirspurnir berist til Úlfars Finnbjörnssonar, yfirmanntreiðslumanns, [email protected]
Hótel Reykjavík Grand er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Grand hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?