Keppni
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
Matreiðslukeppni flokkana fer fram í dag miðvikudaginn 20. nóvember. Keppnin fer fram í æfingarhúsnæði Kokkalandsliðsins í húsi Fagfélagana að Stórhöfða 29-31 og hefst klukkan 13:00.
Þessi matreiðslukeppni er með pólitísku ívafi en keppnin er á vegum Klúbbs matreiðslumeistara sem á og rekur Kokklandsliðið en Ísland hefur keppt á alþjóðavetvangi síðan 1978.
Helstu keppnismatreiðslumenn landsins skipa dómnefnd, þau Snædís Xyza Mae Ocampo þjálfari Kokkalandsliðsins, Ísak Aron Jóhannsson fyriliði Kokkalandsliðsins og Sindri Guðbrandur Sigurðsson, keppandi í Bocuse d’Or.
Reglurnar eru einfaldar, keppendur munu annað hvort elda fisk eða lambakjöt ásamt grænmeti og kartöflum, einnig þurfa þeir að laga viðeigandi smjörsósu.
Þeir keppendur sem kynntir hafa verið til leiks eru Bjarni Benidiktsson, Sjálfstæðisflokki, Jakob Frímann Magnússon, Miðflokki, Dagbjört Hákonardóttir, Samfylkingu, Einar Bárðarson, Framsóknarflokki, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, Finnur Ricart Andrason, Vinstri grænum og Pawel Bartoszek Viðreisn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.
Reglur
Keppnin er haldin í æfingaeldhúsi Kokkalandsliðsins í húsi Fagfélagana Stórhöfða 29 – 31 gengið er inn Grafarvogs megin.
Elda þarf mat fyrir fjóra, dregið er milli keppenda hvort þeir fái lamb eða fisk sem aðalhráefni. Allir keppendur fá grænmeti, egg og kartöflur ásamt aðalhráefni. Þeir keppendur sem fá lamb þurfa að laga Béarnaise sósu og þeir keppendur sem fá fisk þurfa að laga Hollandaise sósu, uppskriftir af sósunum eru skaffaðar.
Allir keppendur hafa aðgang að kryddhillu og auka tækjum ásamt ofni sem stilltur er á 180 gráður. Eldunaraðferðir og framsetning er frjáls en keppendur hafa 70 mínútur til að klára verkefnið.
Dómnefnd mun dæma eftir bragði, framsetningu, hreinlæti, vinnubrögðum ásamt framkomu.
Á vinnuborði hvers keppenda er :
1 span hella
1 Kitchen aid hrærivél
2 pott stór og lítill
1 panna
1 skál
2 ½ gastro bakki
2 ¼ gastro bakki
1 sleikja
2 pískarar
1 spaði
1 sigti
2 skeiðar stórar
1 mælikanna
1 vigt
Smakk skeiðar
Borðtuskur
Viskustykki
1 hnífur
1 bretti
4 diskar
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Nemendur & nemakeppni18 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann