Keppni
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
Matreiðslukeppni flokkana fer fram í dag miðvikudaginn 20. nóvember. Keppnin fer fram í æfingarhúsnæði Kokkalandsliðsins í húsi Fagfélagana að Stórhöfða 29-31 og hefst klukkan 13:00.
Þessi matreiðslukeppni er með pólitísku ívafi en keppnin er á vegum Klúbbs matreiðslumeistara sem á og rekur Kokklandsliðið en Ísland hefur keppt á alþjóðavetvangi síðan 1978.
Helstu keppnismatreiðslumenn landsins skipa dómnefnd, þau Snædís Xyza Mae Ocampo þjálfari Kokkalandsliðsins, Ísak Aron Jóhannsson fyriliði Kokkalandsliðsins og Sindri Guðbrandur Sigurðsson, keppandi í Bocuse d’Or.
Reglurnar eru einfaldar, keppendur munu annað hvort elda fisk eða lambakjöt ásamt grænmeti og kartöflum, einnig þurfa þeir að laga viðeigandi smjörsósu.
Þeir keppendur sem kynntir hafa verið til leiks eru Bjarni Benidiktsson, Sjálfstæðisflokki, Jakob Frímann Magnússon, Miðflokki, Dagbjört Hákonardóttir, Samfylkingu, Einar Bárðarson, Framsóknarflokki, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, Finnur Ricart Andrason, Vinstri grænum og Pawel Bartoszek Viðreisn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.
Reglur
Keppnin er haldin í æfingaeldhúsi Kokkalandsliðsins í húsi Fagfélagana Stórhöfða 29 – 31 gengið er inn Grafarvogs megin.
Elda þarf mat fyrir fjóra, dregið er milli keppenda hvort þeir fái lamb eða fisk sem aðalhráefni. Allir keppendur fá grænmeti, egg og kartöflur ásamt aðalhráefni. Þeir keppendur sem fá lamb þurfa að laga Béarnaise sósu og þeir keppendur sem fá fisk þurfa að laga Hollandaise sósu, uppskriftir af sósunum eru skaffaðar.
Allir keppendur hafa aðgang að kryddhillu og auka tækjum ásamt ofni sem stilltur er á 180 gráður. Eldunaraðferðir og framsetning er frjáls en keppendur hafa 70 mínútur til að klára verkefnið.
Dómnefnd mun dæma eftir bragði, framsetningu, hreinlæti, vinnubrögðum ásamt framkomu.
Á vinnuborði hvers keppenda er :
1 span hella
1 Kitchen aid hrærivél
2 pott stór og lítill
1 panna
1 skál
2 ½ gastro bakki
2 ¼ gastro bakki
1 sleikja
2 pískarar
1 spaði
1 sigti
2 skeiðar stórar
1 mælikanna
1 vigt
Smakk skeiðar
Borðtuskur
Viskustykki
1 hnífur
1 bretti
4 diskar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







