Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Matreiddu dýrindis þriggja rétta máltíð í verklegu prófi

Birting:

þann

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Nemendur vissu þegar þeir komu í prófið hvert yrði meginstefið í því, þeir ættu að glíma við lax í forrétt, fylltan lambahrygg í aðalrétt og súkkulaði soufflée og ís í eftirrétt. Síðan var það alfarið nemendanna að útfæra sína eigin matseðla.

Nú í vikunni þreyttu sjö nemendur verklegt lokapróf í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Í fyrsta skipti sem slíkt próf er lagt fyrir nemendur á Akureyri, enda er þetta fyrsti hópur nemenda í VMA sem er í námi til fullgildra matreiðsluréttinda og jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem námið er í boði utan suðvesturhornsins.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Prófdómararnir Haraldur Már Pétursson og Ari Hallgrímsson að störfum

Myndir og nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Verkmenntaskólans á Akureyri með því að smella hér.

Myndir: vma.is

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið