Markaðurinn
Matfang er ný heildsala fyrir veitingamarkaðinn og verslanir
Matfang ehf. hefur tekið til starfa og mun þjónusta matvörumarkaðinn með sölu á matvörum fyrir veitingamarkaðinn og verslanir. Matfang mun bjóða til að mynda hágæða kjötsoð og krafta sem eru íslensk framleiðsla unnin af Nordic Taste Foods. Að auki mun Matfang þjónusta markaðinn með vörum frá eigin innflutningi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matfangi.
Meðal vörumerkja sem Matfang hefur hafið dreifingu á eru Nordic Taste, Rustichella, Menu, SunBest, Rival, Leimer, Chatel, Campioni, Sevilla, Classico, Dina food og Pain Delice auk fleiri vörumerkja.
Matfang er til húsa að Miðhellu 4 í Hafnarfirði.
Að Matfangi standa Páll G. Arnar og Hafliði Halldórsson sem hafa víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum á matvörumarkaðnum.
Nánari upplýsingar fást hjá:
Páll G Arnar s: 690 1236 pall@matfang.is
Hafliði Halldórsson s: 772 8228 haflidi@matfang.is
Matfang ehf.
Miðhellu 4
221 Hafnarfjörður
Sími 456 7200
matfang@matfang.is
www.matfang.is

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun