Frétt
Málmbiti í grænmetislasagna
Matvælastofnun varar við neyslu á Amy´s Kitchen grænmetislasagna vegna aðskotahlutar (málmbita) sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Einstök matvæli ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Amy’s Kitchen
Vöruheiti: Vegetable Lasagne – Gluten Free
Nettómagn: 255 g
Strikanúmer: 0042272003747
Lotunúmer: 30-K269
Best fyrir lok: Nóvember 2021
Geymsluskilyrði: Frystivara
Innflytjandi: Einstök matvara ehf., Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslanir Nettó
Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki upplýsingar um að neysla á vörunni hafi valdið neytendum skaða. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir starfsfólk Einstakrar matvöru í síma 557 1771.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi