Frétt
Málmbiti í grænmetislasagna
Matvælastofnun varar við neyslu á Amy´s Kitchen grænmetislasagna vegna aðskotahlutar (málmbita) sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Einstök matvæli ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Amy’s Kitchen
Vöruheiti: Vegetable Lasagne – Gluten Free
Nettómagn: 255 g
Strikanúmer: 0042272003747
Lotunúmer: 30-K269
Best fyrir lok: Nóvember 2021
Geymsluskilyrði: Frystivara
Innflytjandi: Einstök matvara ehf., Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslanir Nettó
Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki upplýsingar um að neysla á vörunni hafi valdið neytendum skaða. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir starfsfólk Einstakrar matvöru í síma 557 1771.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð