Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Majó opnar í Laxdalshúsi á Akureyri
Akureyrarbær hefur samið við Majó um leigu á Laxdalshúsi á Akyreyri.
Rekstraraðilar Majó sem sérhæfir sig í sushi eru Jónína Björg Helgadóttir og Magnús Jón Magnússon og stefnan er að flytja í þetta sögufræga hús 15. ágúst næstkomandi.
Í húsinu verður vinnustofa Jónínu Bjargar með góðu rými til að sýna myndlistarverk, og þarna verður einnig eldhús Majó. Í þessu fína húsnæði verður hægt að bóka hópa í kvöldverð eða sushi námskeið og veislur.
Á tyllidögum verður opið fyrir gesti og gangandi í drykk og mat, eða mögulegt að grípa með sér brottnámsbakka, allt í umhverfi vinnustofunnar.
Þetta sögufræga hús verður reglulega opið og hægt að hitta á Jónínu Björgu á vinnustofu sinni og svo verður rými fyrir gestalistamenn á efri hæðinni svo það verður svo sannarlega líf í húsinu.
Majó hefur að undanförnum mánuðum verið pop-up veitingastaður og komið til Ólafsfjarðar, Dalvíkur og fleiri staða og mun halda því áfram.
Sjá einnig:
Laxdalshús er elsta hús Akureyrar, byggt 1795. Laxdalshús var síðan friðað 1978 og í júní 1984 var það opnað að nýju og hefur síðan hýst margskonar starfsemi.
Mynd: facebook / Majó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






