Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Majó opnar í Laxdalshúsi á Akureyri

Birting:

þann

Majó opnar í Laxdalshúsi á Akureyri

Magnús Jón Magnússon og Jónína Björg Helgadóttir við Laxdalshús

Akureyrarbær hefur samið við Majó um leigu á Laxdalshúsi á Akyreyri.

Rekstraraðilar Majó sem sérhæfir sig í sushi eru Jónína Björg Helgadóttir og Magnús Jón Magnússon og stefnan er að flytja í þetta sögufræga hús 15. ágúst næstkomandi.

Í húsinu verður vinnustofa Jónínu Bjargar með góðu rými til að sýna myndlistarverk, og þarna verður einnig eldhús Majó. Í þessu fína húsnæði verður hægt að bóka hópa í kvöldverð eða sushi námskeið og veislur.

Á tyllidögum verður opið fyrir gesti og gangandi í drykk og mat, eða mögulegt að grípa með sér brottnámsbakka, allt í umhverfi vinnustofunnar.

Þetta sögufræga hús verður reglulega opið og hægt að hitta á Jónínu Björgu á vinnustofu sinni og svo verður rými fyrir gestalistamenn á efri hæðinni svo það verður svo sannarlega líf í húsinu.

Majó hefur að undanförnum mánuðum verið pop-up veitingastaður og komið til Ólafsfjarðar, Dalvíkur og fleiri staða og mun halda því áfram.

Sjá einnig:

Sushi – Höllin / Magnús Jón Magnússon – Veitingarýni

Laxdalshús er elsta hús Akureyrar, byggt 1795. Laxdalshús var síðan friðað 1978 og í júní 1984 var það opnað að nýju og hefur síðan hýst margskonar starfsemi.

Mynd: facebook / Majó

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið