Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Majó fær góðar viðtökur á Siglufirði

Birting:

þann

Sushi PopUp staðurinn Majó

Sushi PopUp staðurinn Majó er á Siglufirði um þessar mundir og hafa Siglfirðingar tekið vel á móti Majó.

Majó fékk tækifæri til að vera með PopUp á Siglufirði þar sem þau tóku yfir Fiskbúð Fjallabyggðar dagana 5. og 6. ágúst. Fiskbúðin er lokuð tímabundið þar sem Hákon Sæmundsson matreiðslumaður og eigandi fiskbúðarinnar skellti sér á sjóinn sem kokkur á togaranum Sólberg ÓF.

„Við getum ekki tekið við fleiri sushi pöntunum á Siglufirði fyrir daginn í dag. Við þökkum kærlega fyrir viðtökurnar og hlökkum til að afhenda það sem búið er að panta hjá okkur.“

Segir í facebook færslu hjá Majó.

Majó opnar í Laxdalshúsi á Akureyri

Eigendur Majó eru hjónin Magnús Jón Magnússon og Jónína Björg Helgadóttir

Alltaf gaman þegar gengur vel í veitingageiranum.

Matseðillinn á Siglufirði

Sushi PopUp staðurinn Majó

Fleiri Majó fréttir hér.

Myndir: facebook / Majó

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið