Markaðurinn
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
Hér sameinast eitthvað það besta og vinsælasta á veisluborðum, brauðtertan og ostasalatið og útkoman er stórkostleg. Það er um að gera að nota þá osta sem ykkur þykja bestir, en í þessari uppskrift fær camembert að njóta sín ásamt kryddostum.
Það er líka gaman að bera þessa tertu fram fyrir grænmetisætur þar sem hún inniheldur ekkert kjöt eða fisk eins og algengt er með brauðtertur.
Fyrir 10
2 rúllutertubrauð eða 1 hefðbundið brauðtertubrauð
2 Dala camembert
1 Kryddostur með hvítlauk
1 Kryddostur með svörtum pipar
1 stk. græn paprika
1 stk. stór rauðlaukur
20-30 stk. Rauð eða græn vínber
Góð handfylli fersk steinselja
3 dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 dl majónes
Spírur, graslaukur, rauðlaukur, tómatar, steinselja til skrauts
Aðferð:
- Látið brauðtertubrauðið þiðna við stofuhita á meðan þið gerið salatið.
- Skerið ostana, grænmetið og vínberið í mjög smáa bita, saxið steinseljuna.
- Blandið þessu öllu saman við 2 dósir sýrðan rjóma og 1 dl majónes (geymið eina dós sýrðan rjóma og 1 dl majónes til að smyrja utan á tertuna)
- Ef þið viljið gera hringlaga brauðtertu eru skornir fjórir jafnir hringir úr rúllutertubrauðinu. Ég nota botn á tertuformi til viðmiðunar.
- Leggið brauðið á disk og smyrjið ostasalatinu jafnt á þannig að þið fáið þrjár hæðir af salatinu.
- Leggið að lokum brauð efst. Hrærið saman 1 dl af majónesi við eina dós af sýrðum rjóma og smyrjið vel yfir tertuna og niður allar hliðar.
- Tertan geymist vel í ísskáp í sólarhring. Skreytið tertuna að vild og berið fram.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Stærsta sakéhátíð heims heldur innreið sína í New York – 587 tegundir saké í boði