Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Lúxus vandamál hjá Svenna

Birting:

þann

Íslenskur Síder

Sveinn Steinsson matreiðslumeistari.

Í desember í fyrra kom fyrsti íslenski síder-inn (Cider) á markaðinn sem er hannaður af Sveini Steinssyni matreiðslumeistara.

Síder-inn heitir Sultuslakur og er gerður úr íslenskum rabarbarasafa og eplum og eru fleiri samsetningar væntanlegar.

„Síderinn var að detta í vínbúðina í skútuvogi í gærmorgun. Það er ekki mikið eftir af kútum, sem er ákveðið lúxus vandamál,“

sagði Sveinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig gengur með framleiðsluna.

Sveinn lærði fræðin sín á tímabilinu 2006 til 2010 hjá Perlunni sem var og hét og útskrifaðist síðar frá meistaraskólanum.

Sjá einnig: Íslenskur Síder í fyrsta sinn á markað

Sveinn hefur starfað á veitingastöðunum Matur og drykkur, Renaa Matbare, Hótel Rangá og nú hjá Símanum.

Sveinn fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan á veitingastaðnum Matur og Drykkur þar sem hann starfaði hjá og út frá því þróaðist samstarf við Ægi Brugghús. Þess á milli gróðursetti Sveinn rabarbarafræ undir Eyjafjöllum, stofnaði fyrirtækið Súra ehf og kom upp aðstöðu á Selfossi.

Auglýsingapláss

Sjá nánar um Síderinn á vinbudin.is hér.

Myndir: Instagram / Sveinnst

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið