Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lúxus vandamál hjá Svenna
Í desember í fyrra kom fyrsti íslenski síder-inn (Cider) á markaðinn sem er hannaður af Sveini Steinssyni matreiðslumeistara.
Síder-inn heitir Sultuslakur og er gerður úr íslenskum rabarbarasafa og eplum og eru fleiri samsetningar væntanlegar.
„Síderinn var að detta í vínbúðina í skútuvogi í gærmorgun. Það er ekki mikið eftir af kútum, sem er ákveðið lúxus vandamál,“
sagði Sveinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig gengur með framleiðsluna.
Sveinn lærði fræðin sín á tímabilinu 2006 til 2010 hjá Perlunni sem var og hét og útskrifaðist síðar frá meistaraskólanum.
Sjá einnig: Íslenskur Síder í fyrsta sinn á markað
Sveinn hefur starfað á veitingastöðunum Matur og drykkur, Renaa Matbare, Hótel Rangá og nú hjá Símanum.
Sveinn fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan á veitingastaðnum Matur og Drykkur þar sem hann starfaði hjá og út frá því þróaðist samstarf við Ægi Brugghús. Þess á milli gróðursetti Sveinn rabarbarafræ undir Eyjafjöllum, stofnaði fyrirtækið Súra ehf og kom upp aðstöðu á Selfossi.
Sjá nánar um Síderinn á vinbudin.is hér.
Myndir: Instagram / Sveinnst
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024