Keppni
Hér eru nöfn keppenda í forkeppni Kokkur ársins 2023
Keppnin um titilinn Kokkur ársins 2023 verður haldin 1. apríl næstkomandi í Ikea þar sem búast má við bestu kokkar landsins keppi sín á milli.
Forkeppni
Fyrst þurftu keppendur að skila inn uppskrift og mynd af rétt til að komast í forkeppnina (skilafrestur var 15. mars sl.) sem haldin verður 30. mars nk.
Hver uppskrift þurfti að innihalda bleikju, úthafsrækjur, rauðrófu, bygg og dill. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, valdi nafnlaust þær uppskriftir sem þóttu lofa góðu þar sem mið var tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti réttarins.
Nöfn keppenda í forkeppni Kokkur ársins 2023 eru:
- Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.
- Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.
- Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.
- Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.
- Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.
- Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.
- Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.
- Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.
Verðlaun
Til mikils er að vinna, en Kokkur ársins 2023 er besti kokkur landslins árið 2023 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024.
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Forkeppni verður haldin í Ikea þann 30.mars og úrslit verða þann 1. apríl.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Mynd: Brynja Kr. Thorlacius

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas