Frétt
Lögreglan lokaði einum veitingastað
Í gærkvöldi fór lögreglan á þrettán veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu til að kanna ástand þeirra með tilliti til tveggja metra reglunnar, rýmis og sóttvarna.
Einum þeirra var lokað og gestum gert að yfirgefa staðinn. Ekki er tekið fram í tilkynningu frá lögreglunni hvaða veitingastaður það er.
Ástandið á fjórum veitingastöðum var í mjög góðu lagi, þar af voru tveir þeirra til mikillar fyrirmyndar. Sjö stöðum var gert að huga betur að sýnum málum ætli þeir sér að taka á móti fleira fólki. Lögreglan veittu stöðunum leiðbeiningar um hvað mætti betur fara.
Einn staður hafði ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja metra reglu á tilteknu svæði en þar var ógjörningur að fylgja henni eftir. Sóttvarnir voru heldur ekki í lagi á staðnum. Ráðstafanir til úrbóta voru gerðar tafarlaust. Skýrsla verður skrifuð á brotið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Á einum veitingastaðnum voru aðstæður með öllu óviðunandi. Of margir voru inni á staðnum miðað við stærð hans, það var alls ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna og skortur á sóttvörnum var verulegur. Lögreglan þurfti að grípa til þess ráðs að loka staðnum tímabundið og rýma hann – þ.e. vísa öllum gestum út.
Eftirliti lögreglu varðandi veitingastaði er hvergi nærri lokið. Lögreglan mun fylgjast mjög vel með stöðu mála áfram. Öryggi á veitingastöðum og þar sem fólk kemur saman er lýðheilsumál.
Mynd: logreglan.is
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Food & fun19 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina