Uppskriftir
Ljúffengar og góðar fiskibollur
Innihald
1 kg ýsa roðlaus og beinlaus
100gr hveiti
80 gr kartöflumjöl
1 ½ meðalstór laukur
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk hvítur pipar
1 ½ msk flögusalt
Aðferð
Hakkið saman ýsuna og laukinn, setjið þurrefni, egg, mjólk og krydd saman við.
Hrærið í hrærivél með K- spaðanum á miðlungshraða í ca 4 mínútur. Þar til allt er vel blandað og komin góð áferð á fasið.
Hitið pönnuna og setjið smávegis af olíu á hana.
Mótið fallegar bollur úr fasinu og steikið á pönnu, báðar hliðar.
Þar til bollurnar eru fallega gullinbrúnar á litinn.
Klárið að steikja bollurnar í gegn í ofni í ca 20 mínútur á 140 gráðum.
Mæli með góðu hrásalati, kartöflum og Bernaise sósu til að toppa þetta.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







