Uppskriftir
Ljúffengar og góðar fiskibollur
Innihald
1 kg ýsa roðlaus og beinlaus
100gr hveiti
80 gr kartöflumjöl
1 ½ meðalstór laukur
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk hvítur pipar
1 ½ msk flögusalt
Aðferð
Hakkið saman ýsuna og laukinn, setjið þurrefni, egg, mjólk og krydd saman við.
Hrærið í hrærivél með K- spaðanum á miðlungshraða í ca 4 mínútur. Þar til allt er vel blandað og komin góð áferð á fasið.
Hitið pönnuna og setjið smávegis af olíu á hana.
Mótið fallegar bollur úr fasinu og steikið á pönnu, báðar hliðar.
Þar til bollurnar eru fallega gullinbrúnar á litinn.
Klárið að steikja bollurnar í gegn í ofni í ca 20 mínútur á 140 gráðum.
Mæli með góðu hrásalati, kartöflum og Bernaise sósu til að toppa þetta.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum