Uppskriftir
Ljúffengar og góðar fiskibollur
Innihald
1 kg ýsa roðlaus og beinlaus
100gr hveiti
80 gr kartöflumjöl
1 ½ meðalstór laukur
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk hvítur pipar
1 ½ msk flögusalt
Aðferð
Hakkið saman ýsuna og laukinn, setjið þurrefni, egg, mjólk og krydd saman við.
Hrærið í hrærivél með K- spaðanum á miðlungshraða í ca 4 mínútur. Þar til allt er vel blandað og komin góð áferð á fasið.
Hitið pönnuna og setjið smávegis af olíu á hana.
Mótið fallegar bollur úr fasinu og steikið á pönnu, báðar hliðar.
Þar til bollurnar eru fallega gullinbrúnar á litinn.
Klárið að steikja bollurnar í gegn í ofni í ca 20 mínútur á 140 gráðum.
Mæli með góðu hrásalati, kartöflum og Bernaise sósu til að toppa þetta.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum