Uppskriftir
Ljúffengar og góðar fiskibollur
Innihald
1 kg ýsa roðlaus og beinlaus
100gr hveiti
80 gr kartöflumjöl
1 ½ meðalstór laukur
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk hvítur pipar
1 ½ msk flögusalt
Aðferð
Hakkið saman ýsuna og laukinn, setjið þurrefni, egg, mjólk og krydd saman við.
Hrærið í hrærivél með K- spaðanum á miðlungshraða í ca 4 mínútur. Þar til allt er vel blandað og komin góð áferð á fasið.
Hitið pönnuna og setjið smávegis af olíu á hana.
Mótið fallegar bollur úr fasinu og steikið á pönnu, báðar hliðar.
Þar til bollurnar eru fallega gullinbrúnar á litinn.
Klárið að steikja bollurnar í gegn í ofni í ca 20 mínútur á 140 gráðum.
Mæli með góðu hrásalati, kartöflum og Bernaise sósu til að toppa þetta.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona