Uppskriftir
Lifrarsteik
Lifrarsteik (6 m)
1 kg lifur ( af lambi eða kálfi)
½ l vatn
100 gr góður mör eða flesk
½ l mjólk
½ matsk. salt, pipar
tólg
2-3 matsk. hveiti
Aðferð:
Lifrin er þvegin og lögð í vatn eða undanrennu yfir nóttina. (til þess að draga út blóð) þá er lifrin tekin upp, þerrið vel og stungin hér og þar með stórri nál eða oddhvössum hníf, og mörnum sem skorin er í ræmur, smeigt inn. Lifrin er þá brúnuð og vatninu sjóðheitu smáhellt í pottinn við hliðina á lifrinni.
Soðið í 10 – 15 mín. Mjólkin er flóuð og henn bætt í þegar suðan er hálfnuð, lifrin er skorin í sneiðar og lögð upp þannig að hún leki út sem heil, sósan jöfnuð og henni hellt yfir. Varast skal að sjóða lifur of lengi því hún harðnar við suðuna.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn21 minutes síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var