Uppskriftir
Lifrarsteik
Lifrarsteik (6 m)
1 kg lifur ( af lambi eða kálfi)
½ l vatn
100 gr góður mör eða flesk
½ l mjólk
½ matsk. salt, pipar
tólg
2-3 matsk. hveiti
Aðferð:
Lifrin er þvegin og lögð í vatn eða undanrennu yfir nóttina. (til þess að draga út blóð) þá er lifrin tekin upp, þerrið vel og stungin hér og þar með stórri nál eða oddhvössum hníf, og mörnum sem skorin er í ræmur, smeigt inn. Lifrin er þá brúnuð og vatninu sjóðheitu smáhellt í pottinn við hliðina á lifrinni.
Soðið í 10 – 15 mín. Mjólkin er flóuð og henn bætt í þegar suðan er hálfnuð, lifrin er skorin í sneiðar og lögð upp þannig að hún leki út sem heil, sósan jöfnuð og henni hellt yfir. Varast skal að sjóða lifur of lengi því hún harðnar við suðuna.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






