Frétt
Lést eftir að hafa borðað sveppi á Michelin veitingastað
Michelin stjörnu veitingastaður á Spáni hefur verið lokaður á meðan að stjórnvöld rannsaka dauða konu sem talið hafa innbyrt eitur á veitingastaðnum.
María Jesús Fernández Calvo, 46 ára, pantaði sér rétt á matseðlinum sem innihélt morchella sveppi á veitingastaðnum RiFF í bænum Valencia s.l. laugardag. Hugsanlegt er að sveppurinn hafi verið eitraður og ekki rétt eldaður.
Fernández bauð eiginmanni sínum á veitingastaðinn en hann átti afmæli þann dag og með þeim var 10 ára sonur þeirra. Hún dó á sunnudagsmorgni eftir mikil veikindi.
Ellefu aðrir viðskiptavinir sem borðuðu á Riff á laugardaginn, þar á meðal eiginmaður og sonur Fernandez Calvo, urðu mikið veikir í kjölfarið en eru á batavegi, samkvæmt heimildum telegraph.co.uk.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó