Vín, drykkir og keppni
Leonardo DiCaprio fjárfestir í Telmont
Bandaríski leikarinn og kvikmyndaframleiðandinn Leonardo DiCaprio fjárfesti nú á dögunum í Telmont kampavíns-fyrirtækinu sem er í eigu Rémy Cointreau.
Telmont kampavínshúsið var stofnað árið 1912 og er staðsett í Damery, nálægt Epernay í Frakklandi, en framleiðslan er nú stýrt af fjórðu kynslóð vínmeistarans Bertrand Lhôpital.
Margir hverjir spyrja hvers vegna Leonardo DiCaprio er að fjárfesta í kampavíni. Leonardo er mikill umhverfissinni og stór þáttur í hans ákvörðun var lífræni þátturinn við vínræktina, en kampavínshúsið Telmont hlaut t.a.m. sína fyrstu lífræna landbúnaðarvottun fyrir hluta víngarða sinna árið 2017.
„Telmont hefur lagt metnað sinn í að framleiða 100% lífrænt kampavín, sem tryggir algjörlega sjálfbæran framleiðslulífstíma á næstu árum. Frá því að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á landi sínu, til þess að nota 100% endurnýjanlega raforku, sem gerir mig stoltan af því að taka þátt sem fjárfestir.“
Segir Leonardo DiCaprio í tilkynningu.
Telmont stefnir á að vera með 100% lífræna víngarða árið 2025.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.