Vín, drykkir og keppni
Leonardo DiCaprio fjárfestir í Telmont
Bandaríski leikarinn og kvikmyndaframleiðandinn Leonardo DiCaprio fjárfesti nú á dögunum í Telmont kampavíns-fyrirtækinu sem er í eigu Rémy Cointreau.
Telmont kampavínshúsið var stofnað árið 1912 og er staðsett í Damery, nálægt Epernay í Frakklandi, en framleiðslan er nú stýrt af fjórðu kynslóð vínmeistarans Bertrand Lhôpital.
Margir hverjir spyrja hvers vegna Leonardo DiCaprio er að fjárfesta í kampavíni. Leonardo er mikill umhverfissinni og stór þáttur í hans ákvörðun var lífræni þátturinn við vínræktina, en kampavínshúsið Telmont hlaut t.a.m. sína fyrstu lífræna landbúnaðarvottun fyrir hluta víngarða sinna árið 2017.
„Telmont hefur lagt metnað sinn í að framleiða 100% lífrænt kampavín, sem tryggir algjörlega sjálfbæran framleiðslulífstíma á næstu árum. Frá því að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á landi sínu, til þess að nota 100% endurnýjanlega raforku, sem gerir mig stoltan af því að taka þátt sem fjárfestir.“
Segir Leonardo DiCaprio í tilkynningu.
Telmont stefnir á að vera með 100% lífræna víngarða árið 2025.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti