Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Lemon opnar í Reykjanesbæ
Veitingastaðurinn Lemon opnaði við Hafnargötu í Reykjanesbæ nú um helgina á Ljósanótt. Jón Þór Gylfason er eigandi staðarins en þetta er fyrsti staðurinn undir þessu nafni sem opnar utan Reykjavíkur, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.
Að sögn Jóns Þórs býður Lemon upp á ferskan og safaríkan mat, matareiddan úr besta mögulega hráefni hverju sinni og hollusta er efst á listanum.
Við verðum með ferska djúsa, sælkerasamlokur og gott kaffi. Þá verðum við líka fersk á morgnana en þá munum við bjóða upp á magnaðan hafragraut til viðbótar við annað. Þá verður auðvitað tilvalið að koma hér snemma til að taka með sér alvöru kaffi í vinnnuna
, sagði Jón Þór í samtali við vf.is, en hann hefur unnið að opnun staðarins síðustu tvo mánuði.
Hann segir að það verði 30 til 40 sæti inni á staðnum en svo er mikil hefð fyrir „take away“ á Lemon, þ.e. að taka matinn með sér. Þá er einnig lagt mikið upp úr góðri þjónustu við fyrirtæki sem vilja panta mat, samlokubakka og djús. Á staðnum verður öflug tölvutenging fyrir þá sem vilja komast í þráðlaust wifi samband. Opið verður alla daga frá kl. 8 á morgnana til tíu á kvöldin og frá kl. 10 á morgnana um helgar.
Jón Þór er einnig eigandi Center skemmtistaðarins sem er í sama húsi en inngangur hans er að neðan en inngangur í Lemon er frá Hafnargötunni.
Greint frá á vf.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður