Uppskriftir
Lax með humar
Innihald:
600g lax
350-400 g skelflettir humarhalar
1 laukur
1-2 hvítlauksrif eftir smekk
200g smjör
salt og pipar
1 1/2 dl hvítvín
300g litlar soðnar kartöflur
Aðferð:
Laukurinn er brytjaður frekar smátt og mýktur í smjöri á pönnu. Gæta vel að hitanum því laukurinn má ekki brúnast. Þegar hann er mátulegur er hann veiddur upp af pönnunni og settur til hliðar.
Bætt við meira af smjöri á pönnuna bætið við laxinum og humar sem eru steiktir smástund (eiga ekki að gegnumsteikjast), saltað aðeins og piprað.
Þá eru þeir teknir af pönnunni og geymdir og laukurinn ásamt hvítlauknum, sem saxaður er smátt settur á pönnuna og hvítvíninu hellt yfir og látið sjóða upp að mestu við vægan hita.
Framreiðið með ristuðum kartöflum og grófu brauði
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson.

-
Keppni16 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við