Uppskriftir
Laufabrauð – Lítil og stór uppskrift
Lítil uppskrift
Þessi uppskrift er ekki mjög stór og tilvalin fyrir þá sem ekki hafa bakað laufabrauð áður.
500 gr. hveiti
35 gr. smjör (eöa smjörl.)
1 tsk. lyftiduft.
250 gr. mjólk
Örlítið salt og sykur. (Ef notað er smjör þarf ekki nauðsynlega að setja salt í deigið)
Feiti (tólg) til að steikja.
Aðferð:
Mjólkin hituð vel og smjörið brætt í mjólkinni, lyftiduftinu blandað saman við hveitið, sykurinn og saltið og mjólkinni og smjörinu hrært saman við og deigið hnoðað þar til það er sprungulaust.
Flatt út mjög þunnt og kökurnar skornar undan diski með kleinujárni eða hníf. Síðan eru kökurnar geymdar dálitla stund áður en byrjað er að skera í þær.
Kökurnar eru pikkaðar með gafli og síðan skornar út rósir, lauf, jólatré, kerti stafir eða mynstur.
Þær eru svo settar í feitina, sem þarf að vera mjög heit. Best er að nota fremur víðan pott og sú hlið á kökunum sem snýr upp þegar skorið er snýr fyrst niður þegar brauðið er steikt.
Munið að feitin má ekki ná nema upp 1 hálfan pottinn.
Stór uppskrift
1 L mjólk
200 gr. smjör
8 msk. sykur
4 tsk. lyftiduft
Hveiti, eins og hæfilegt er, til aö hnoða seigt, mjúkt deig (ca l kg. hveiti).
Feiti til að steikja í.
Aðferð:
Sömu aðferðir notaðar við baksturinn eins og við litlu uppskriftina hér að ofan.
Uppskriftir úr Vísir, 7. desember 1967

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata