Vertu memm

Pistlar

Langa leiðin á Global Chefs Challenge

Birting:

þann

Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari

Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari

Kallinn klæddur og komin á ról, og stefnan tekin árla morguns frá BSÍ, www.bsi.is  enginn snæðingur á vaktinni, upp í flugstöð til að taka flugið til Stokkhólms, smakkað á brekkaranum í stöðinni þar sem ég er orðinn leiður á morgunmat í flugvélum Icelandair , og fjandinn hafi það hann fer bara batnandi.

Svo var farið í loftið eftir 30 mín seinkun, kippir einhver sér upp við það  og stefnan tekin á Svíaríki , staffið í vélinni hafði örugglega farið öfugum megin framúr og virtist sem það væri óánægtt með að þurfa að vinna þar sem vélinn var full, lentum á Arlanda eftir rúma 3 tíma í loftinu,inn í stöðina því þar ætlaði ég að fá mér hádegisverð í Sky City Radissonsas hótelinu á flugvellinum www.arlanda.se og þar inni á veitingastaðnum Alfredo  pantaði ég mér Svínafille Óskar og hugsaði mér gott til glóðarinnar en þegar diskurinn kom og maður byrjaði að borða, þá flaug mér í hug hvort þetta væru sólar undan skóm einhvers sem hefðu verið skyldir eftir, allavega unnu hnífapörin ekkert á þessu, og fyrir gamla Sögumenn þá var staffamaturinn í den líkt og gourmet fæði samanborið við þennan fjanda .

Fór hungraður út úr flugstöðinni og tók Express lestina www.arlandaexpressen.se inn til Stokkhólms , í fremsta vagninum voru 3 farþegar og gat ég ekki betur séð en að auglæknirinn minn væri þar, sem og kom á daginn að var rétt, en hún sagðist vinna líka þar á sjúkrahúsi við aðgerðir á augum og gekk ég montinn frá henni með þessa vitneskju eftir að hafa kvatt og tók leigubíl niður á kaja þar sem ferjan Vana Tallina beið mín.

Þegar ég kom niður á höfn blasti við mér gamall ryðkláfur örugglega aldursforseti flota Tallink www.tallink.se sem eru mjög huggulegar ferjur að frátöldum kláfinum. Um borð og komið sér fyrir en ég hafði klefa útaf fyrir mig , túr tekinn um skipið og viti menn við áfengisbúðina hafði þegar myndast biðröð en ekki opnað fyrr en eftir um 45 mín , liðið alltaf að taka í húninn á versluninni þó svo að þar væri auglýst kl hvað búðin opnaði, loksins lagði dallurinn af stað en þetta er 17 tíma sigling til Riga í Lettlandi, og var gott að finna smá undiröldu.

Um kvöldið fór ég í a la carte veitingasalinn á ferjunni og hugsaði mér að nú skyldi bætt fyrir  slys hádegisins, en viti menn hremmingar mínar þennan dag voru ekki yfirstaðnar maturinn var hreint út sagt hræðilegur og fór ég í koju með garnagauli eftir 2 misheppnaðar tilraunir til að borða mat, og lét mér nægja undiraldan sem hafði aðeins aukist og sofnaði ég vært.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið