Keppni
Landslið Kjötiðnaðarmanna á facebook
Landslið Kjötiðnaðarmanna hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hægt verður að fylgjast með landsliðinu sem kemur til með að miðla efni, skrifum og fréttum tengt liðinu.
Landsliðið samanstendur af okkar bestu fagmönnum í kjötiðnaðinum, en hlutverk liðsins er að sýna fram á getu og hæfni kjötiðnaðarmanna á Íslandi.
Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti.
Landslið Kjötiðnaðarmanna kemur saman
Á morgun 14. mars hefst Íslandsmót iðngreina í Laugardalshöllinni sem stendur yfir til 16. mars 2019.
Á laugardaginn 16. mars mun landsliðið koma saman og frumsýna nýja landsliðsbúninginn. Að auki sýna meðlimir í landsliðinu meistaratakta við að úrbeina lambaskrokka, bjóða upp á smakk ofl.
„Við munum svo selja þetta lambakjöt ásamt því lambakjöti sem að skorið var í nemakeppninni í kjötiðn klukkan 14.00 og mun féð renna óskipt til landsliðsins.“
Sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari í samtali við veitingageirinn.is, en hann hefur staðið að undirbúningnum við stofnun landsliðs kjötiðnaðarmeistara.
Dagskráin hjá Landsliði Kjötiðnaðarmanna laugardaginn 16. mars:
11:00 – 13:00: Verða skornir nokkrir lambaskrokkar í kjötborðið.
13:30 – Veitt verða verðlaun úr nemakeppninni fyrir besta áleggið.
14:00 – Selt verður úr kjörborðinu og mun allur ágóði renna beint til landsliðsins.
16:30 – Verðlaunaafhending Íslandsmóts iðngreina.
Fylgist með landsliðinu á facebook hér.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit