Keppni
Landslið Kjötiðnaðarmanna á facebook
Landslið Kjötiðnaðarmanna hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hægt verður að fylgjast með landsliðinu sem kemur til með að miðla efni, skrifum og fréttum tengt liðinu.
Landsliðið samanstendur af okkar bestu fagmönnum í kjötiðnaðinum, en hlutverk liðsins er að sýna fram á getu og hæfni kjötiðnaðarmanna á Íslandi.
Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti.
Landslið Kjötiðnaðarmanna kemur saman
Á morgun 14. mars hefst Íslandsmót iðngreina í Laugardalshöllinni sem stendur yfir til 16. mars 2019.
Á laugardaginn 16. mars mun landsliðið koma saman og frumsýna nýja landsliðsbúninginn. Að auki sýna meðlimir í landsliðinu meistaratakta við að úrbeina lambaskrokka, bjóða upp á smakk ofl.
„Við munum svo selja þetta lambakjöt ásamt því lambakjöti sem að skorið var í nemakeppninni í kjötiðn klukkan 14.00 og mun féð renna óskipt til landsliðsins.“
Sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari í samtali við veitingageirinn.is, en hann hefur staðið að undirbúningnum við stofnun landsliðs kjötiðnaðarmeistara.
Dagskráin hjá Landsliði Kjötiðnaðarmanna laugardaginn 16. mars:
11:00 – 13:00: Verða skornir nokkrir lambaskrokkar í kjötborðið.
13:30 – Veitt verða verðlaun úr nemakeppninni fyrir besta áleggið.
14:00 – Selt verður úr kjörborðinu og mun allur ágóði renna beint til landsliðsins.
16:30 – Verðlaunaafhending Íslandsmóts iðngreina.
Fylgist með landsliðinu á facebook hér.
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig