Uppskriftir
Lambarifjur með grænmetissalati
Fyrir 4
Lambahrygg er hægt að elda á fjölbreyttan hátt. Fyrir þá sem vilja minnka fituna á lambakjötinu má skera hana frá til að hraða elduninni.
En munið að fitan bætir hið frábæra íslenska lambabragð! Betra er að gefa sér tíma í eldamennskuna svo útkoman verði safarík og bragðgóð.
1 framhluti af lambahrygg (8 rif)
2 tsk. ólífuolía
1 tsk. salt
1/4 tsk. svartur pipar
2 matskeiðar jurtaolía
1 gulrót
1 stk. papríka
2 hausar rifið salat
1/4 fersk lauf að eigin vali, t.d. mynta, kóríander eða jafnvel villtur kerfill eða arfi
Salat dressing að eigin vali, t.d. ólífuolía með ediki og appelsínusafa
Aðferð:
Hitið ofninn í 150° C
Nuddið lambið með 2 tsk. ólífuolíu og salti og pipar. Látið standa í 10 mínútur fyrir eldun. Brúnið lambakjötið með 2 msk. af olíu á heitri pönnu eða grilli) á háum hita í 8 til 10 mínútur eða þar til kjötið er brúnað. Snúið að lágmarki tvisvar sinnum á meðan. Færið upp á eldfasta pönnu eða bakka.
Bakið í 20 mínútur
eða þar til kjötið er um 60° C með hitamæli sem settur er í þykkasta hlutann (miðlungs) eða meira ef óskað er eftir „well done“ (65°C). Fjarlægið lambið úr ofninum, hyljið með álpappír og látið standa í 10 mínútur.
Á meðan, skerið papriku
og til dæmis gulrót eða annað grænmeti í mjög þunnar ræmur með grænmetisflysjara. Bætið í salati, myntu og gulrót ræmur með vinaigrette. Skerið lambakjöt á milli rifja í kótelettur. Berið fram með salati og olíu, appelsínu vinaigrette.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun