Uppskriftir
Lambalæri með sykurbrúnuðum kartöflum og bearnaise sósu
Aðalréttur fyrir 6
- 1 lambalæri (búið að hreinsa lykilbein og lærlegg)
- 400 gr sykur
- 900 gr smjör
- 200 ml rjómi
- 7 rósmarín greinar
- 1 heill hvítlaukur
- 8 eggjarauður
- Smá bernaise essence
- Smá kjúklingakraftur
- Esdragon eftir smekk
- Forsoðnar kartöflur eftir þörf (um 6 á mann)
Lambalæri
Aðferð
- Hitar ofninn í 180°C
- Saxar hvítlaukinn niður
- Nuddar rósmarínið og hvítlaukinn við lambalærið
- Kryddar eftir smekk
- Setur lærið í ofninn og bakar í 50 mín
- Lætur það standa í 10 mín
- Setur það aftur inn í 10 mín
- Lætur það standa í 10 mínútur áður en borið er fram
Sykurbrúnaðar kartöflur
Aðferð
- Setur sykurinn í pott ásamt smá vatni
- Hitar
- Hrærir í þangað til sykurinn er byrjaður að brúnast smá
- Bætir við 100 gr af smjöri
- Hrærir stöðugt
- Bætir við rjómanum
- Setur forsoðnar kartöflur útí
- Sýður í 10 mín
Bearnaise sósa
Aðferð
- Bræðir 800 gr af smjöri
- Setur kjúklingakraft og esdragon útí smjörið
- Tekur 8 eggjarauður og þeytir þær yfir vatnsbaði þangað til þær lýsast smá
- Hellir heitu smjörinu mjög hægt útí á meðan þú hrærir í sósunni
- Bragðbætir með bearnaise essence
- Ef hún virðist vera of þykk er hægt að bæta rjóma útí hana
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








