Vertu memm

Uppskriftir

Lambalæri með sykurbrúnuðum kartöflum og bearnaise sósu

Birting:

þann

Lambalæri með sykurbrúnuðum kartöflum og bearnaise sósu

Aðalréttur fyrir 6

  • 1 lambalæri (búið að hreinsa lykilbein og lærlegg)
  • 400 gr sykur
  • 900 gr smjör
  • 200 ml rjómi
  • 7 rósmarín greinar
  • 1 heill hvítlaukur
  • 8 eggjarauður
  • Smá bernaise essence
  • Smá kjúklingakraftur
  • Esdragon eftir smekk
  • Forsoðnar kartöflur eftir þörf (um 6 á mann)

Lambalæri

Aðferð

  1. Hitar ofninn í 180°C
  2. Saxar hvítlaukinn niður
  3. Nuddar rósmarínið og hvítlaukinn við lambalærið
  4. Kryddar eftir smekk
  5. Setur lærið í ofninn og bakar í 50 mín
  6. Lætur það standa í 10 mín
  7. Setur það aftur inn í 10 mín
  8. Lætur það standa í 10 mínútur áður en borið er fram

Veisluþjónusta - Banner

Sykurbrúnaðar kartöflur

Aðferð

  1. Setur sykurinn í pott ásamt smá vatni
  2. Hitar
  3. Hrærir í þangað til sykurinn er byrjaður að brúnast smá
  4. Bætir við 100 gr af smjöri
  5. Hrærir stöðugt
  6. Bætir við rjómanum
  7. Setur forsoðnar kartöflur útí
  8. Sýður í 10 mín

Bearnaise sósa

Aðferð

  1. Bræðir 800 gr af smjöri
  2. Setur kjúklingakraft og esdragon útí smjörið
  3. Tekur 8 eggjarauður og þeytir þær yfir vatnsbaði þangað til þær lýsast smá
  4. Hellir heitu smjörinu mjög hægt útí á meðan þú hrærir í sósunni
  5. Bragðbætir með bearnaise essence
  6. Ef hún virðist vera of þykk er hægt að bæta rjóma útí hana
Eyþór Mar Halldórsson

Eyþór Mar Halldórsson

Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið