Uppskriftir
Lagterta – Uppskrift
Lagtertubotnar:
2 krukkur Helvítis eldpiparsultan – Surtsey og ananas
250 g sykur
250 g smjörlíki (smjör) mjúkt
2 egg
625 g hveiti
170 g síróp
10 g kakó
5 g kanill
5 g negull
17 g lyftiduft
Aðferð – Botnar:
Hitið ofn í 200c
Setjið smjörlíki og sykur í hrærivélaskál.
Þeytið saman þar til blandan er létt og ljós.
Brjótið eggin í bolla og hellið út í blönduna og þeytið saman í 3 mínútur.
Hellið öllum þurrefnum saman við ásamt sírópi og þeytið í 3-4 mínútur. Setjið smjörpappír á 2 ofnplötur. Skiptið deiginu jafnt á 2 ofnplötur og bakið eina í einu í 10 mínútur í miðjum ofni.
Leyfið botnunum að kólna alveg og gerið kremið á meðan.
Smjörkrem:
500 g flórsykur
150 g smjör mjúkt
1 egg
15 g vanilludropar
Aðferð – Krem:
Þeytið smjörið mjög vel. Bætið flórsykri, eggi og vanilludropum saman við og þeytið í 10 mínútur eða þar til kremið verður mjög létt í sér og nánast hvítt.
Aðferð – Samsetning:
Skerið báða botnana í tvennt á stuttu hliðinni. Þá eru komnir 4 jafn stórir botnar. og smyrjið tvo þeirra með Helvítis Eldpiparsultunni Surtsey og Ananas og einn með smjörkreminu.
Raðið svo saman þannig að botninn með smjörkreminu er í miðjunni. Setjið smjörpappírsörk og svo ofnplötu (til að dreifa þyngdinni jafnt) ofan á kökuna, setjið svo farg ofan á t.d. meðalstóran pott og látið standa á borði í 12 klst.
Skiptið kökunni í 3 hluta og skerið svo í sneiðar og njótið.
Höfundur er Helvítis kokkurinn Ívar Örn Hansen.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta10 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac