Vertu memm

Uppskriftir

Lagterta – Uppskrift

Birting:

þann

Lagterta - Uppskrift

Lagtertubotnar:

2 krukkur Helvítis eldpiparsultan – Surtsey og ananas
250 g sykur
250 g smjörlíki (smjör) mjúkt
2 egg
625 g hveiti
170 g síróp
10 g kakó
5 g kanill
5 g negull
17 g lyftiduft

Aðferð – Botnar:

Hitið ofn í 200c
Setjið smjörlíki og sykur í hrærivélaskál.
Þeytið saman þar til blandan er létt og ljós.
Brjótið eggin í bolla og hellið út í blönduna og þeytið saman í 3 mínútur.
Hellið öllum þurrefnum saman við ásamt sírópi og þeytið í 3-4 mínútur. Setjið smjörpappír á 2 ofnplötur. Skiptið deiginu jafnt á 2 ofnplötur og bakið eina í einu í 10 mínútur í miðjum ofni.
Leyfið botnunum að kólna alveg og gerið kremið á meðan.

Smjörkrem:

500 g flórsykur
150 g smjör mjúkt
1 egg
15 g vanilludropar

Aðferð – Krem:

Þeytið smjörið mjög vel. Bætið flórsykri, eggi og vanilludropum saman við og þeytið í 10 mínútur eða þar til kremið verður mjög létt í sér og nánast hvítt.

Aðferð – Samsetning:

Skerið báða botnana í tvennt á stuttu hliðinni. Þá eru komnir 4 jafn stórir botnar. og smyrjið tvo þeirra með Helvítis Eldpiparsultunni Surtsey og Ananas og einn með smjörkreminu.

Raðið svo saman þannig að botninn með smjörkreminu er í miðjunni. Setjið smjörpappírsörk og svo ofnplötu (til að dreifa þyngdinni jafnt) ofan á kökuna, setjið svo farg ofan á t.d. meðalstóran pott og látið standa á borði í 12 klst.

Skiptið kökunni í 3 hluta og skerið svo í sneiðar og njótið.

Ívar Örn Hansen - Helvítis kokkurinn

Ívar Örn Hansen

Höfundur er Helvítis kokkurinn Ívar Örn Hansen.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið