Frétt
LABAK fagnar aldarafmæli fullveldis Íslands með því að hanna sérstaka fullveldisköku
Landssamband bakarameistara, LABAK, fagnar aldarafmæli fullveldis Íslands með því að hanna sérstaka fullveldisköku sem verður til sölu í bakaríum félagsmanna víða um land. Landslið bakara hannaði kökuna í samvinnu við stjórn LABAK, en um er að ræða lagköku með rabarbarasultu á milli laga en er færð í hátíðarbúning með því að bæta við rjóma á milli tveggja efstu laganna og ofan á henni er hvítt súkkulaði. Fullveldiskakan byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.
Afmælisnefnd fullveldis Íslands í samstarfi við Hrafnistu hefur boðið öllum Íslendingum fæddum 1918 og fyrr til hátíðarsamkomu á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 19. júlí þar sem meðal annars verður boðið upp á fullveldiskökuna. Í frétt afmælisnefndar segir að um sé að ræða 64 einstaklinga sem hafi fengið boð í veisluna ásamt gesti og er þetta er í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar sem öllum Íslendingum 100 ára og eldri er boðið saman til sérstakrar veislu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun heiðra fullveldiskynslóðina með heimsókn af þessu tilefni.
Á sama tíma hefst sala á kökunni í bakaríum félagsmanna LABAK og verður hún til sölu fram yfir hápunkt afmælisársins á fullveldisdaginn 1. desember.
Myndir: labak.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum