Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
La Trattoria opnar formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti – Hrefna Sætran: Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín….
Veitingastaðurinn La Trattoria er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
Ekta ítölsk stemning
La Trattoria hefur nú opnað formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti í brottfararsal á Keflavíkurflugvelli, á sama svæði og hamborgarastaðurinn Yuzu og mexíkóski matstaðurinn Zócalo.
Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti.
Sérstök viðbót á KEF matseðlinum
Hrefna Sætran segir í tilkynningu:
„Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín. Ferskt pasta, ljúffengar bruschettur og úrval af Zenato vínum.
Svo verðum við með sérstaka viðbót á KEF matseðlinum sem samanstendur af úrvali af pizzum.“
Myndir: kefairport.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?