Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
La Trattoria opnar formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti – Hrefna Sætran: Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín….
Veitingastaðurinn La Trattoria er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
Ekta ítölsk stemning
La Trattoria hefur nú opnað formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti í brottfararsal á Keflavíkurflugvelli, á sama svæði og hamborgarastaðurinn Yuzu og mexíkóski matstaðurinn Zócalo.
Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti.
Sérstök viðbót á KEF matseðlinum
Hrefna Sætran segir í tilkynningu:
„Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín. Ferskt pasta, ljúffengar bruschettur og úrval af Zenato vínum.
Svo verðum við með sérstaka viðbót á KEF matseðlinum sem samanstendur af úrvali af pizzum.“
Myndir: kefairport.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins










