Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
La Trattoria opnar formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti – Hrefna Sætran: Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín….
Veitingastaðurinn La Trattoria er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
Ekta ítölsk stemning
La Trattoria hefur nú opnað formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti í brottfararsal á Keflavíkurflugvelli, á sama svæði og hamborgarastaðurinn Yuzu og mexíkóski matstaðurinn Zócalo.
Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti.
Sérstök viðbót á KEF matseðlinum
Hrefna Sætran segir í tilkynningu:
„Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín. Ferskt pasta, ljúffengar bruschettur og úrval af Zenato vínum.
Svo verðum við með sérstaka viðbót á KEF matseðlinum sem samanstendur af úrvali af pizzum.“
Myndir: kefairport.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini










