Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
La Trattoria opnar formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti – Hrefna Sætran: Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín….
Veitingastaðurinn La Trattoria er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
Ekta ítölsk stemning
La Trattoria hefur nú opnað formlega á veitingasvæðinu Aðalstræti í brottfararsal á Keflavíkurflugvelli, á sama svæði og hamborgarastaðurinn Yuzu og mexíkóski matstaðurinn Zócalo.
Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti.
Sérstök viðbót á KEF matseðlinum
Hrefna Sætran segir í tilkynningu:
„Við ætlum að bjóða gestum flugvallarins upp á alvöru ítalskan mat og vín. Ferskt pasta, ljúffengar bruschettur og úrval af Zenato vínum.
Svo verðum við með sérstaka viðbót á KEF matseðlinum sem samanstendur af úrvali af pizzum.“
Myndir: kefairport.is

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Frétt3 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við