Markaðurinn
Kynningarfundir kjarasamninga
Kynningarfundir vegna nýrra kjarasamninga Fagfélaganna (RSÍ, MATVÍS og VM) við Samtök atvinnulífsins verða haldnir á næstu dögum.
Fyrsti fundurinn verður haldinn á Grand hótel á morgun, þriðjudaginn 12. mars klukkan 12:00. Þessi fundur verður einnig aðgengilegur í gegn um fjarfund en félagsfólk getur nálgast hlekk á „mínum síðum“.
Glærukynning á nýjum kjarasamningi
Dagskrá kynningarfunda:
- Reykjavík – Grand hótel
Þriðjudagur 12. mars kl. 12:00 (Fjarfundur einnig í boði) - Akureyri – Hof
Miðvikudagur 13. mars kl. 12:00 - Sauðárkrókur – Ljósheimar
Fimmtudagur 14. mars. kl. 12:00 - Reykjanesbær – Park inn by Radisson
Föstudagur 15. mars kl. 12:00 - Selfoss – Sviðið í nýja miðbænum
Föstudagur 15. mars kl. 12:00 - Reyðarfjörður og Neskaupstaður – (Fundarstaðir auglýstir síðar)
Mánudagur – 18. mars kl. 12:00 - Egilsstaðir – (Fundarstaður auglýstur síðar)
Mánudagur – 18. mars kl. 17:00
Athugið að boðið verður upp á málsverð á öllum fundunum.
Atkvæðagreiðsla hefst
Atkvæðagreiðsla um samningana hefst á morgun, þriðjudaginn 12. mars klukkan 12:30. Hún stendur yfir í rúma viku, eða til þriðjudagsins 19. mars klukkan 14:00. Kosið er á „mínum síðum“.
Atkvæðagreiðslan hefst þriðjudaginn 12. mars kl. 12:30 – Kjósið hér.

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu