Frétt
Kveldúlfur Bjór og Bús lokar – „.. á meðan þessi óvissa með veirufjandann er í gangi“
Barinn Kveldúlfur Bjór og Bús á Siglufirði verður lokaður næstu vikurnar, en ákvörðunin var tekin í ljósi stöðunnar í samfélaginu. Það var hedinsfjordur.is sem greindi fyrst frá.
„Þannig að það er sama hvað Ríkisstjórnin okkar gerir í sóttvarnarmálum og reglum verður barinn hjá okkur lokaður næstu 2 til 3 vikurnar og svo sjáum við til hvaða reglur eru í gildi þá.
Ekki óskastaða en svona er þetta nú bara samt.
Klárumþettaeinusinnienn.“
Segir m.a. í tilkynningu frá Kveldúlfi.
Kveldúlfur Bjór og Bús er staðsettur við hliðina á rakarastofunni, Hrímnir Hár og Skegg. Eigendur barsins og rakarastofunnar eru hjónin Jón Hrólfur Baldursson og Ólöf Kristín Daníelsdóttir.
Mynd: facebook / Hrímnir Hár Og Skeggstofa
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






