Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kristinn bauð upp á veglegt jólahlaðborð á miðunum
Borðin svignuðu undan kræsingum í Harðbak EA 3, togara ÚA um síðustu helgi. Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumaður hafði undirbúið innkaup aðfanga vel og vandlega fyrir túrinn eins og venjulega, að þessu sinni þurfti þó að gera ráð fyrir veglegum litlu jólunum um borð eins og vera ber á sjálfri aðventunni.
Sérstakur jólamatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum og undirstrikað var að ætlast væri til snyrtilegs klæðnaðar við borðhaldið, enda hátíð um borð.
Ekki var gert hlé á veiðum, efnt var til spurningaleika á milli vakta og vegleg verðlaun í boði.
Með fylgja myndir frá litlu jólunum, sem segja meira en mörg orð og við látum þær þess vegna tala sínu máli.
Myndir: Kristinn Frímann Jakobsson / samherji.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt8 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu










