Bocuse d´Or
Kostar tugi milljóna að keppa á Bocuse d’Or | Söfnun er hafin
Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, mun keppa í lokakeppni matreiðslukeppninnar Bocuse d’Or sem haldin verður í Lyon dagana 27. og 28. janúar. Hafin er söfnun fyrir Sigurð enda kostnaður hans um sex milljónir króna.
Sigurður mætir ekki óundirbúinn til leiks því hann hefur verið að æfa sex daga vikunnar ásamt hjálparkokkum sínum, Rúnari Pierre Heriveaux, Hinriki Erni Lárussyni og Karli Óskari Smárasyni, síðan um miðjan september. Í keppninni mun Sigurður framreiða franskan vatnaurriða og perluhænu ásamt meðlæti. Hljómar einfalt en er það alls ekki.
Dómarar biðja um þjóðleg áhrif í útliti og bragði af réttunum. Ég spila með reyk, sem við notum mikið hér á Íslandi, ég nota íslenskan hreindýramosa og einiber sem ég tíndi í sumar og svo er ég að vinna með íslenska náttúru, stuðlaberg og hraun
, segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið.
Það hljómar skrýtið að vera að æfa tvo rétti frá september fram í janúar en það er svo margt annað sem spilar inn í. Það er hönnun, skipulag, okkar líkamlega form, sérsmíði og annað sem kemur við sögu. Vissulega hljómar þetta langur tími en er mjög nauðsynlegur.
Sigurður og félagar létu sérsmíða fyrir sig eftirmynd af eldhúsinu sem verður í Lyon. Allt laust pláss er nýtt til hins ýtrasta.
Eldhúsið skiptir máli því hér æfum við hreyfingar og reynum að nýta hverja sekúndu því hún skiptir máli. Ætli við förum ekki til Lyon með rúmlega tonn af tækjum og tólum og rúmlega 100 kíló af matvælum. Þetta hljómar svolítið mikið því við erum jú bara að elda 14 skammta af hvoru.
Kostnaðurinn er mikill og hleypur á tugum milljóna en á bak við Sigurð eru Bocuse akademían og fleiri styrktaraðilar.
Þetta er risastórt verkefni og það skiptir öllu að vera með góða aðila á bak við sig. En allt auka tek ég á mig
, segir Sigurður tilbúinn að skrá nafn sitt í Bocuse sögubækurnar.
Söfnun stendur yfir vegna þess kostnaðar sem Sigurður leggur fram í keppnina, sem er áætlaður um sex milljónir. Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Magnús H Ólafsson, umsjónarmann söfnunarinnar, í síma: 893-2002 eða netfang: [email protected].
Greint frá á mbl.is
/Smári
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






