Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kosningabjórnum Þrasa dreift í dag
Í dag setur brugghúsið The Brothers Brewery í dreifingu kosningabjórinn Þrasa. Þrasi kom fyrst í sölu fyrir síðustu Alþingiskosningarnar 2016 og gerðu strákarnir í The Brothers Brewery ekki ráð fyrir því að setja hann aftur í framleiðslu fyrr en árið 2020. En skjótt skipast veður í lofti og um leið og tilkynnt var að kosið yrði á ný til Alþingis 28. október næstkomandi var ákveðið að skella á ný í Þrasa.
„Það kom ekkert annað til greina en að skella í 2018 útgáfu af Þrasa. Við fengum skemmtileg viðbrögð við Þrasa á síðasta ári og hefur vörkumerkið hans vakið mikla athygli enda er það frekar í grófari kantinum. Gunnar Júlíusson hannaði þetta því við vildum ná að fanga soldið það hvernig virkir í athugasemdum horfðu á stjórnmálamenn. Í ljósi aðstæðna að kosið hafi verið innan árs frá síðustu kosningum þá höfðum við Þrasa núna örlítrið bitrari bjór“
, sagði Kjartan Vídó markaðsstjóri The Brothers Brewery.
Þrasi verður til sölu í takmörkuðu upplagi á eftirfarandi sölustöðum frá og með deginum í dag. Micro bar Reykjavík, Bjórgarðurinn Reykjavík, Skúli Craft bar Reykjavík, Hverfisbarnum Reykjavík og á Ölstofu The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt13 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






