Sverrir Halldórsson
Kol í hádeginu – Veitingarýni
Það var í hádeginu 2. maí sem ég ákvað að heimsækja einn af nýjustu stöðum borgarinnar en það var Kol á Skólavörðustíg og upplifa hvort Kári og félagar gætu enn komið mér á óvart.
Ég var fyrsti gesturinn þennann dag og móti mér tekur viðkunnanlegur drengur og vísar mér til sætis, býður matseðil og er snöggur að koma með bensín á kantinn.
Ég skoða matseðillinn í smástund, lít svo í kringum mig og velti fyrir mér innréttingunni og er nokkuð sáttur með það sem fyrir augun ber, svo tek ég eftir þjónunum klæddir í gallabuxur, stuttermaboli og með hálssvuntu og svaka tattú á handleggjunum og fór í gegnum huga minn, hvað ertu að koma þér í núna og svarið kemur í lok þessa pistils.
Það sem ég valdi mér var eftirfarandi:
Rækjurnar voru marineraðar, en samt fann maður bragðið af þeim, salatið var ferskt og sósan mjög frískandi og góð, klassískur réttur útfærður upp á 10.
Svo kom:
Þetta er sá albesti réttur sem ég hef smakkað af uxabrjósti, hrein unun að borða hann.
Og í lokin:
Himnenskur endir á frábærri máltíð á sjálfan afmælisdaginn
Þegar upp var staðið, þá voru þessir þjónar hreint út sagt magnaðir og minnist ég ekki að hafa séð eins fagmannlega unnið, síðan í gamla daga þegar þjónar voru hálaunamenn.
Tattúið var bara orðið ásættanlegt í restina og eyðilagði ekki nokkurn skapaðan hlut. Til hamingju.
Það var einn sem gekk út á glitskýi eftir þessa upplifun.
Takk fyrir mig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024