Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kol í hádeginu – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingahúsið Kol

Það var í hádeginu 2. maí sem ég ákvað að heimsækja einn af nýjustu stöðum borgarinnar en það var Kol á Skólavörðustíg og upplifa hvort Kári og félagar gætu enn komið mér á óvart.

Ég var fyrsti gesturinn þennann dag og móti mér tekur viðkunnanlegur drengur og vísar mér til sætis, býður matseðil og er snöggur að koma með bensín á kantinn.

Ég skoða matseðillinn í smástund, lít svo í kringum mig og velti fyrir mér innréttingunni og er nokkuð sáttur með það sem fyrir augun ber, svo tek ég eftir þjónunum klæddir í gallabuxur, stuttermaboli og með hálssvuntu og svaka tattú á handleggjunum og fór í gegnum huga minn, hvað ertu að koma þér í núna og svarið kemur í lok þessa pistils.

Það sem ég valdi mér var eftirfarandi:

Rækjukokteill Jöklasalat, rækjur, sítróna, agúrkur, Tabascodressing.

Rækjukokteill
Jöklasalat, rækjur, sítróna, agúrkur, Tabascodressing.

Rækjurnar voru marineraðar, en samt fann maður bragðið af þeim, salatið var ferskt og sósan mjög frískandi og góð, klassískur réttur útfærður upp á 10.

Svo kom:

Uxabrjóst Kartöflumús, sinnepsfræ, trufflumascarpone, nautasoðgljái

Uxabrjóst
Kartöflumús, sinnepsfræ, trufflumascarpone, nautasoðgljái

Þetta er sá albesti réttur sem ég hef smakkað af uxabrjósti, hrein unun að borða hann.

Og í lokin:

Lemontart Þeyttur sýrður rjómi, karamellu síróp, crumble.

Lemontart
Þeyttur sýrður rjómi, karamellu síróp, crumble.

Himnenskur endir á frábærri máltíð á sjálfan afmælisdaginn

Þegar upp var staðið, þá voru þessir þjónar hreint út sagt magnaðir og minnist ég ekki að hafa séð eins fagmannlega unnið, síðan í gamla daga þegar þjónar voru hálaunamenn.

Tattúið var bara orðið ásættanlegt í restina og eyðilagði ekki nokkurn skapaðan hlut. Til hamingju.

Það var einn sem gekk út á glitskýi eftir þessa upplifun.

 

Takk fyrir mig

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið