Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kokteilar í hæstum gæðum á flottustu kokteilbörum landsins

Birting:

þann

Nú er fyrri hluti World Class keppninnar lokið, en 27 barþjónar eru skráðir til leiks frá flottustu kokteilbörum landsins.  Keppendur sóttu námskeið í nóvember s.l. þar sem fræðst var um kokteiltrend framtíðarinnar og þar kom margt skemmtilegt fram sem vert er að hugsa út í s.s að fólk er að eldast en er enn við góða heilsu þannig að það er stór markaður fyrir fólk sem er hætt að vinna og hefur meiri tíma.

World Class keppnin 2017

World Class keppnin 2017

World Class keppnin 2017

Aðgangur að hreinu vatni fer minnkandi í heiminum og þörf fyrir klaka minnka í framtíðinni sem er einn af stóru grunnefnum kokteilsins í dag, en þetta og ýmislegt fleira áhugavert kom fram í námskeiðinu sem vert er að hugsa varðandi þróun kokteilheimsins.  Global Brand Ambassador fyrir Tanqueray hélt einnig master class námskeið fyrir barþjóna en gin eru í mikilli uppsveiflu. Barþjónar heimsóttu loks verkstæðið hjá Ottó í Klakastyttum en hann er sá sem útvegar börunum stóru klakablokkirnar sem þeir höggva fyrir drykkina. Þar æfðu barþjónar sig í mismunandi tækjum og tólum til að móta klakann.

World Class keppnin 2017

Eftir þessa törn af námskeiðum og fræðslu í nóvember sendu barþjónar inn kokteila fyrir World Class drykkjarseðla sem verða á boðstólnum þar til í vor og einn af þessum kokteilum var keppniskokteill sem var dæmdur í síðustu viku.  Ný aðferð var gerð við dómgæslu en barþjónar voru heimsóttir á sinn heimabar þar sem þeir gerðu sinn kokteil þannig að dómararnir fóru hús úr húsi. Þetta tókst mjög vel og andrúmsloftið var mjög létt og allir vel undirbúnir þegar dómarar settust við barinn. Sama og enginn tími fór í uppsetningu og niðurtekt þannig að þetta mun líklegast verða endurtekið í vor.  Allir barþjónar komast áfram úr þessari lotu en í næstu lotu í apríl verður tilkynnt hverjir eru topp 10 barþjónar í keppninni.

World Class keppnin 2017

World Class keppnin 2017

Dómnefndina skipaði einvalalið; Hlynur Björnsson Brand Ambassador og framkvæmdastjóri keppninnar, Andri Davíð Pétursson íslenski sigurvegari World Class keppninnar árið 2016 og Ottó Magnússon kokkur og klakaskurðarmeistari.

Með fylgja nokkar myndir frá því þegar dómarar heimsóttu keppendur á sínum eigin heimabar, en fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér.

Eins og áður segir þá eru 27 barþjónar skráðir til leiks frá flottustu kokteilbörum landsins og bjóða nú upp á kokteilana fram í vor:

Orri Páll Vilhjámsson Apotek Resturant
Jónas Heiðarr Guðnason Apotek Resturant
Sarunas Paskevicius Bazaar Lounge
Jóhann Birgir Jónsson Fredriksen Ale House
Fannar Már Oddsson Geiri Smart
Ivan Svanur Corvasce Geiri Smart
Álfgeir Alejandro Önnuson Geiri Smart
Martin Cebejsek Geiri Smart
Marcin Kurleto Grillmarkaðurinn
Emil Dan Vilhjálmsson Hlemmur Square
Eyþór Eyþórsson Jacobsen Loftið
Heiðar Árnasson Jacobsen Loftið
Baldur Guðmundsson Hraunfjörð Kol Restaurant
Jónmundur Þorsteinsson Kopar
Leó Snæfeld Pálsson Lava Blue Lagoon
Leó Ólafsson Matarkjallarinn
Milosz Omachel Matarkjallarinn
Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson Pablo Diskóbar
Martyn Lourenco Pablo Diskóbar
Bjartur Daly Þórhallsson Pablo Diskóbar
Arnar Geir Bjarkason Public Hosue Gastro pub
Andrzej Bardinski Public Hosue Gastro pub
Alana Hudkins Slippbarinn
Teitur Ridderman Schiöth Slippbarinn
Sævar Helgi Örnólsson Sushi Samba
Svavar Helgi Sushi Samba
Ísak Júlíusson Uno

 

Myndir: facebook / The Viceman

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið