Uppskriftir
Kókostoppar
360 gr egg
360 gr sykur
360 gr kókosmjöl, fínmalað
100 gr súkkulaði, grófrifið
100 gr búðingsduft (Royal, vanilla)
rifinn börkur af 1 appelsínu
Hitið ofninn í 220° C. Öllum efnunum í deigið blandað vel saman og deiginu sprautað á plötu í gegnum slétta túðu.
Topparnir eru hafðir nokkuð stórir, annars verða þeir ekki mjúkir að innan. Bakaðir í 10 – 12 mínútur.
Toppana má ekki baka löngu fyrir jól, því þá harðna þeir og eru ekki eins og þeir eiga að vera. Einnig er mikilvægt að geyma þá í loftþéttu íláti.
Höfundur: Smári Stefánsson bakarameistari
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman