Markaðurinn
Kokkur óskast á Fosshótel Núpar – Fullt starf
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Núpar óskar að ráða til sín kokk í eldhústeymið. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Eftirlit með hreinlæti, HACCP.
- Aðstoð við innkaup og birgðaumsjón.
- Aðkoma að gerð matseðla í samráði við yfirmann.
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
- Öryggisvitund og þekking á HACCP kostur.
Í boði er húsnæði til leigu.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur.
Umsóknarfrestur: 13.11.2025
Fullt starf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






