Keppni
Kokkur ársins 2017 og kokkalandsliðsveisla
Kokkur ársins 2017 verður krýndur í Hörpu 23. september næstkomandi. Frábær stemmning var í húsinu í fyrra þegar Denis Grbic hlaut titilinn eftirsóknaverða. Kokkalandsliðið mun leika við hvern sinn fingur og töfra fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum.
Fordrykkur hefst kl 18:00 í Flóa á jarðhæð Hörpu Borðhald hefst svo kl 19:00 þar sem Gummi Ben og landsliðið munu sjá til þess að stemmningin, gleðin og maturinn verða yfirþyrmandi.
Kl. 23:00 verður svo Kokkur ársins 2017 krýndur. Að lokinni verðlaunaafhendingu mun tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi halda uppi fjörinu eitthvað fram í nóttina Borðapantanir á netfangið [email protected]
Takmarkað sætaframboð, fyrstur kemur fyrstur fær! Verð kr. 21.900
Húsið er opið öllum sem vilja koma og fylgjast með færustu kokkum landsins frá kl. 13:00 – 18:00. Eftir það er einungis opið fyrir veislugesti svo tryggið ykkur miða í tíma.
MATSEÐILL
FORDRYKKUR
Faustino Cava Brut
Hrefnu tataki með sveppadashi
Yuso marineruð hörpuskel
Hægeldaður kalkúnn á smjörbrauði
VÍN
Morande Pionero Sauvignon Blanc
Léttelduð og sítrusgrafin bleikja, reyktur humar og sellerírótar remúlaði, ásamt sítrónublóðbergsolíu og sellerírótarseyði
VÍN
Paul Jaboulet Condrieu Les Cassines
Lambasirloin & jarðskokkar, með höfrum og lambasoðgljáa
VÍN
Gnarly Head Authentis Blend
Bláberjafyllt skyrmús með hvítsúkkulaði, blóðbergi og mysukarmellu.
VÍN
Las Moras Late Harvest Viogner
MEÐ KAFFINU
Luxardo Limoncello

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum