Keppni
Kokkur ársins 2016 – Fimm keppendur komnir í úrslit

Fimm keppendur komnir í úrslit
F.v. Denis Grbic, Ari Þór Gunnarsson, Axel Björn Clausen Matias, Hafsteinn Ólafsson og Sigurjón Bragi Geirsson
Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2016 fóru fram í gærdag, mánudaginn 8. febrúar á Kolabrautinni í Hörpu. Tíu keppendur tóku þátt í undanúrslitum en fimm komust áfram og tryggðu sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin verður í Hörpu laugardaginn 13. febrúar.
Allir keppendur útbjuggu kjúklingarétt og dæmdi 8 manna dómnefnd réttina út frá útliti, bragði og vinnubrögðum í eldhúsi. Óhætt er að segja að dómnefnd hafi átt ærin starfa við að velja á milli réttanna tíu enda hver öðrum betri.
Þeir 5 keppendur sem komust áfram í úrslitakeppnina eru:
- Ari Þór Gunnarsson – Fiskifélagið
- Axel Björn Clausen Matias – Fiskmarkaðurinn
- Denis Grbic – Grillið Hótel Saga
- Hafsteinn Ólafsson – Nasa
- Sigurjón Bragi Geirsson – Kolabrautin
Einnig var öllum sigurvegurum keppninnar frá upphafi veitt viðurkenning en keppnin hefur verið haldin frá árinu 1994.
Úrslitakeppnin verður sem fyrr segir haldin laugardaginn 13. febrúar í Flóa í Hörpu milli kl 15:00-23:00. Keppendur munu útbúa þriggja rétta matseðil sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Samhliða úrslitakeppninni verður glæsilegur fjórrétta Kokkalandsliðskvöldverður og vegleg dagskrá.
Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar-og viðskiptaráðherra mun krýna sigurvegara keppninnar kl. 23:00 sem hlýtur titilinn Kokkur ársins 2016.
Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni „Nordic Chef Of The Year“ sem fram fer 8. mars 2016 í Herning Danmörku.
Það eru Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið sem standa að keppninni Kokkur ársins, að því er fram kemur í tilkynningu.
Ljósmyndir: Eiríkur Ingi Helgason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt8 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






