Markaðurinn
Kokkanemi óskast í afleysingar
Við hjá Tennishöllinni í Kópavogi erum að reka lítið Bistro hér í Tennishöllinni Kópavogi sem við köllum Hjartað. Við bjóðum upp á hádegismat á virkum dögum kl. 11:30-14:00.
Hann Úlfur Uggason er að kokka hjá okkur og stendur sig vel og býður upp á fisk dagsins og kjúkling dagsins mán-fimmtudaga og svo líka lambalæri á föstudögum. Nú þarf Úlfur að fara til útlanda næstu daga og kemur ekki aftur til vinnu fyrr en 11. nóvember.
Hann mun líklega verða frá einnig í janúar. Við erum að leita af einhverjum til að leysa hann af öðru hverju.
Við leggjum ríka áherslu á fagmennsku í matreiðslu. Góð laun í boði fyrir góðan mann. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á þessu.
Kær kveðja
Jónas Páll Björnsson
[email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






