Markaðurinn
Kokkanemar í sveitina í grænmetisheimsókn – Myndir
Sölufélag garðyrkjumanna og Matartíminn fóru nú á haust dögum með matreiðslunema MK ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.
Við þökkum öllum fyrir einstaklega skemmtilegan dag. Það er okkur mikill heiður að fá tækifæri til að fræða unga kokkanema um eiginleika og gæði íslenska grænmetisins.
Teknar vöru upp gulrætur, blóm- og spergilkál hjá garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum undir handleiðslu Ragnheiðar Georgsdóttur. Tilgangurinn var að taka með sér grænmeti í skólan þar sem nemendur vinna sértæk verkefni er tengjast nýtingu og geymslu grænmetis. Ragnheiður fræddi þau einnig um ræktun Flúðasveppa.
Óli Finnsson hjá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarás fræddi nemendur um íslenska eldpiparinn sem þau fengu einnig að smakka við mikla hrifningu.
Hlynur og Ljúpa á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerðir sögðu frá sinni starfsemi við ræktun hins margrómaða Pak choi.
Magnús og Sigurlaug á garðrykjustöðinni Hveratúni í Laugarás fræddu þau um ræktun Rósasalats, Klettasalats og Grandsalats.
Helena á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í stóreldhúsið.
Garðyrkjustöðin Ártangi í Grímsnesi tók síðan á móti þeim og upplýsti um þær fjölmörgu kyrddtegundir sem ræktaðar eru á garðyrkjustöðinni.
Sjón er sögu ríkari skoðið myndirna:
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako














































