Markaðurinn
Kokkanemar í sveitina í grænmetisheimsókn – Myndir
Sölufélag garðyrkjumanna og Matartíminn fóru nú á haust dögum með matreiðslunema MK ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.
Við þökkum öllum fyrir einstaklega skemmtilegan dag. Það er okkur mikill heiður að fá tækifæri til að fræða unga kokkanema um eiginleika og gæði íslenska grænmetisins.
Teknar vöru upp gulrætur, blóm- og spergilkál hjá garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum undir handleiðslu Ragnheiðar Georgsdóttur. Tilgangurinn var að taka með sér grænmeti í skólan þar sem nemendur vinna sértæk verkefni er tengjast nýtingu og geymslu grænmetis. Ragnheiður fræddi þau einnig um ræktun Flúðasveppa.
Óli Finnsson hjá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarás fræddi nemendur um íslenska eldpiparinn sem þau fengu einnig að smakka við mikla hrifningu.
Hlynur og Ljúpa á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerðir sögðu frá sinni starfsemi við ræktun hins margrómaða Pak choi.
Magnús og Sigurlaug á garðrykjustöðinni Hveratúni í Laugarás fræddu þau um ræktun Rósasalats, Klettasalats og Grandsalats.
Helena á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í stóreldhúsið.
Garðyrkjustöðin Ártangi í Grímsnesi tók síðan á móti þeim og upplýsti um þær fjölmörgu kyrddtegundir sem ræktaðar eru á garðyrkjustöðinni.
Sjón er sögu ríkari skoðið myndirna:

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas