Keppni
Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Lúxemborg
Rétt í þessu fékkst það staðfest að Íslenska Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg í gær. Mótið fer fram á fjögurra ára fresti og Íslenska liðið verið í fremstu röð í um 30 ár á heimsvísu.
„Við erum gríðarlega ánægð með þennan árangur enda búið að vinna að undirbúningi í 18 mánuði og þrátt fyrir nokkrar óvæntar uppákomur þá höfum við sýnt það og sannað hér í dag að Íslenska kokkalandsliðsins er eitt það besta í heimi,“
sagði Björn Bragi Bragason forseti klúbbs matreiðslu meistara við fréttirnar sem voru að berast núna rétt undir hádegi.
„Mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að enginn fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.“
Útskýrir Björn. Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni.
Fréttayfirlit: Kokkalandsliðið
Verndari landsliðsins er engin önnur en Eliza Reid forsetafrú sem er að sjálfsögðu í Lúxemborg til að fylgja liðinu og hvetja það áfram.
„Mér finnst afskaplega gaman að vera verndari Kokkalandsliðsins sem ætlar að sýna heiminum þessa áhugaverðu hlið hinnar íslensku þjóðarsálar og ég hlakka til samstarfs við þetta öfluga lið.“
Sagði Eliza Reid þegar hún tók á sínum tíma stöðu verndara liðsins.
Í keppninni um heitu réttina var útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti sem eldaður er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vann með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð var mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr var í aðalhlutverki.
Takk fyrir frábæran dag og kvöld Lúxemborg. Keppninni er lokið og nú er þetta í höndum dómara keppninnar.
Posted by Kokkalandsliðið on Saturday, 24 November 2018
Fréttayfirlit: Kokkalandsliðið
Myndir: facebook / Kokkalandsliðið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi