Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Lúxemborg

Birting:

þann

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Kokkalandsliðið 2018

Rétt í þessu fékkst það staðfest að Íslenska Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg í gær. Mótið fer fram á fjögurra ára fresti og Íslenska liðið verið í fremstu röð í um 30 ár á heimsvísu.

„Við erum gríðarlega ánægð með þennan árangur enda búið að vinna að undirbúningi í 18 mánuði og þrátt fyrir nokkrar óvæntar uppákomur þá höfum við sýnt það og sannað hér í dag að Íslenska kokkalandsliðsins er eitt það besta í heimi,“

sagði Björn Bragi Bragason forseti klúbbs matreiðslu meistara við fréttirnar sem voru að berast núna rétt undir hádegi.

„Mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að enginn fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.“

Útskýrir Björn.  Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni.

Fréttayfirlit: Kokkalandsliðið

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Kokkalandsliðið 2018

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Forsetafrúin ásamt landsliðinu í dag í andyri Hotel Saint-Nicholas í Lúxemborg í dag

Verndari landsliðsins er engin önnur en Eliza Reid forsetafrú sem er að sjálfsögðu í Lúxemborg til að fylgja liðinu og hvetja það áfram.

„Mér finnst afskaplega gaman að vera verndari Kokkalandsliðsins sem ætlar að sýna heiminum þessa áhugaverðu hlið hinnar íslensku þjóðarsálar og ég hlakka til samstarfs við þetta öfluga lið.“

Sagði Eliza Reid þegar hún tók á sínum tíma stöðu verndara liðsins.

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Mikill áhugi var á íslenska keppniseldhúsinu en eins og sjá má geta gestir sýningarinnar fylgst með framvindu mála í eldhúsinu í gegnum glugga inn í vinnueldhúsið.

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Ylfa Helgadóttir þjálfari Kokkalandsliðsins, Eliza Reid forsetafrú og Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs Matreiðslumeistara

Í keppninni um heitu réttina var útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti sem eldaður er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vann með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð var mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr var í aðalhlutverki.

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Icelandic cod fillet sautéed in honey and butter with creamy cod sauce.
Celeriac and celeriac soyal with breadcrumb toppings.
Squid link tartlet filled with cod salad with apples and lovage.

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Roasted sirlion of Icelandic lamb and lamb forcemeat with port infused lamb jus.
Butter poached potato filled with onions, and potato mousseline.
Salsify and truffles and pickledonion with green peas and pea pure.

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Dark chocolade and caramel chocolade mousse layers on a crunchy praline with a raspberry gelfilling coated with a white shocolate raspberry glace.
Ísey skyr sorbet with a raspberry tuille and tonka glazed raspberry with dulse ganash.
Craqualine filled with citruns curd.

Takk fyrir frábæran dag og kvöld Lúxemborg. Keppninni er lokið og nú er þetta í höndum dómara keppninnar.

Posted by Kokkalandsliðið on Saturday, 24 November 2018

 

Fréttayfirlit: Kokkalandsliðið

Myndir: facebook / Kokkalandsliðið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið