Keppni
Kokkalandsliðið og Íslandsstofa í samstarf | Allt kynningarefni frá Kokkalandsliðinu verður með merki Inspired by Iceland

Íslenska kokkalandsliðið keppir á heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Lúxemborg dagana 22. til 26 nóvember 2014
Íslandsstofa og Kokkalandsliðið hafa gert með sér samstarfsamning um að efla kynningu á Íslandi sem áfangastað og íslenskum matvælum á erlendum mörkuðum.
Samstarfið hefur samlegð með markaðsverkefninu Ísland – allt árið og almennri markaðsvinnu fyrir íslenska ferðaþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu.
Samkvæmt samningnum mun kokklandsliðið taka þátt í verkefnum tengdum komu erlendra blaðamanna til Íslands sem og einstökum verkefnum Íslandsstofu á erlendum mörkuðum, líkt og vöru- og sölusýningum. Þá munu matreiðslumeistarar kokkalandsliðsins veita aðgang að uppskriftum til notkunnar í þematengdum verkefnum tengdum Íslandi, til dæmis á samfélagsmiðlum.
Samkvæmt samningi verður merki Inspired by Iceland á öllu kynningarefni frá Kokkalandsliðinu og á fatnaði kokkalandsliðsins.
Mynd: Rafn Rafnsson
![]()
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





