Keppni
Kokkalandsliðið og Íslandsstofa í samstarf | Allt kynningarefni frá Kokkalandsliðinu verður með merki Inspired by Iceland

Íslenska kokkalandsliðið keppir á heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Lúxemborg dagana 22. til 26 nóvember 2014
Íslandsstofa og Kokkalandsliðið hafa gert með sér samstarfsamning um að efla kynningu á Íslandi sem áfangastað og íslenskum matvælum á erlendum mörkuðum.
Samstarfið hefur samlegð með markaðsverkefninu Ísland – allt árið og almennri markaðsvinnu fyrir íslenska ferðaþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu.
Samkvæmt samningnum mun kokklandsliðið taka þátt í verkefnum tengdum komu erlendra blaðamanna til Íslands sem og einstökum verkefnum Íslandsstofu á erlendum mörkuðum, líkt og vöru- og sölusýningum. Þá munu matreiðslumeistarar kokkalandsliðsins veita aðgang að uppskriftum til notkunnar í þematengdum verkefnum tengdum Íslandi, til dæmis á samfélagsmiðlum.
Samkvæmt samningi verður merki Inspired by Iceland á öllu kynningarefni frá Kokkalandsliðinu og á fatnaði kokkalandsliðsins.
Mynd: Rafn Rafnsson
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





