Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið keppir í heita matnum í dag – Myndir

Birting:

þann

Æfing - Þriggja rétta kvöldverður - Kokkalandsliðið - Ólympíuleikar í matreiðslu 2016

Í dag keppir Kokkalandsliðið í heitum þriggja rétta kvöldverði á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir eru Erfurt í Þýskalandi.  Keppnin hófst núna klukkan 11:00 á undirbúningi og afgreiðsla rétta hefst klukkan 17:00 á íslenskum tíma.

Þeir liðsmenn í Kokkalandsliðinu sem keppa í heita matnum eru:

  • Atli Þór Erlendsson
  • Axel Clausen
  • Bjarni Siguróli Jakobsson
  • Hafsteinn Ólafsson
  • Hrafnkell Sigríðarson
  • Ylfa Helgadóttir

Með fylgja myndir sem má birta núna, en þær eru frá síðustu æfingu Kokkalandsliðsins sem haldin var að Bitruhálsi 2 í Reykjavík, í þriggja rétta keppnismatseðlinum.

Það var Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari sem tók myndirnar og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Matseðill

Æfing - Þriggja rétta kvöldverður - Kokkalandsliðið - Ólympíuleikar í matreiðslu 2016

Forréttur
Léttreykt ýsa með humri, íslensk smágúrka með vatnakarsakremi og grásleppuhrognum. Gljáð svartrót og svartrótarflögur, brúnaður laukur, humar- og kræklingasmjörsósa

Æfing - Þriggja rétta kvöldverður - Kokkalandsliðið - Ólympíuleikar í matreiðslu 2016

Aðalréttur
Nautahryggur og nautamergur með jurtum, hægelduð nautabringa með grilluðu grænkáli og jarðskokkamauki. Kartafla með svörtum hvítlauk og parmesanosti. Ristaðir shiitake sveppir, bóndabaunir og blaðlaukur. Uxahala- og rauðvínssósa

Æfing - Þriggja rétta kvöldverður - Kokkalandsliðið - Ólympíuleikar í matreiðslu 2016

Eftirréttur
Skyr- og karamellumús, rifsberjahlaup, stökkar hnetur og kakónibbur. Pera með verbenadressingu og pistasíum. Stökk vatnsdeigsbolla með sítrónukremi. Skyrís á súkkulaði og kakóbaunum

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið