Keppni
Kokkalandsliðið keppir í heita matnum í dag – Myndir
Í dag keppir Kokkalandsliðið í heitum þriggja rétta kvöldverði á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir eru Erfurt í Þýskalandi. Keppnin hófst núna klukkan 11:00 á undirbúningi og afgreiðsla rétta hefst klukkan 17:00 á íslenskum tíma.
Þeir liðsmenn í Kokkalandsliðinu sem keppa í heita matnum eru:
- Atli Þór Erlendsson
- Axel Clausen
- Bjarni Siguróli Jakobsson
- Hafsteinn Ólafsson
- Hrafnkell Sigríðarson
- Ylfa Helgadóttir
Með fylgja myndir sem má birta núna, en þær eru frá síðustu æfingu Kokkalandsliðsins sem haldin var að Bitruhálsi 2 í Reykjavík, í þriggja rétta keppnismatseðlinum.
Það var Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari sem tók myndirnar og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Matseðill

Forréttur
Léttreykt ýsa með humri, íslensk smágúrka með vatnakarsakremi og grásleppuhrognum. Gljáð svartrót og svartrótarflögur, brúnaður laukur, humar- og kræklingasmjörsósa

Aðalréttur
Nautahryggur og nautamergur með jurtum, hægelduð nautabringa með grilluðu grænkáli og jarðskokkamauki. Kartafla með svörtum hvítlauk og parmesanosti. Ristaðir shiitake sveppir, bóndabaunir og blaðlaukur. Uxahala- og rauðvínssósa

Eftirréttur
Skyr- og karamellumús, rifsberjahlaup, stökkar hnetur og kakónibbur. Pera með verbenadressingu og pistasíum. Stökk vatnsdeigsbolla með sítrónukremi. Skyrís á súkkulaði og kakóbaunum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni



























