Keppni
Kokkalandsliðið keppir í heita matnum í dag – Myndir
Í dag keppir Kokkalandsliðið í heitum þriggja rétta kvöldverði á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir eru Erfurt í Þýskalandi. Keppnin hófst núna klukkan 11:00 á undirbúningi og afgreiðsla rétta hefst klukkan 17:00 á íslenskum tíma.
Þeir liðsmenn í Kokkalandsliðinu sem keppa í heita matnum eru:
- Atli Þór Erlendsson
- Axel Clausen
- Bjarni Siguróli Jakobsson
- Hafsteinn Ólafsson
- Hrafnkell Sigríðarson
- Ylfa Helgadóttir
Með fylgja myndir sem má birta núna, en þær eru frá síðustu æfingu Kokkalandsliðsins sem haldin var að Bitruhálsi 2 í Reykjavík, í þriggja rétta keppnismatseðlinum.
Það var Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari sem tók myndirnar og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Matseðill

Forréttur
Léttreykt ýsa með humri, íslensk smágúrka með vatnakarsakremi og grásleppuhrognum. Gljáð svartrót og svartrótarflögur, brúnaður laukur, humar- og kræklingasmjörsósa

Aðalréttur
Nautahryggur og nautamergur með jurtum, hægelduð nautabringa með grilluðu grænkáli og jarðskokkamauki. Kartafla með svörtum hvítlauk og parmesanosti. Ristaðir shiitake sveppir, bóndabaunir og blaðlaukur. Uxahala- og rauðvínssósa

Eftirréttur
Skyr- og karamellumús, rifsberjahlaup, stökkar hnetur og kakónibbur. Pera með verbenadressingu og pistasíum. Stökk vatnsdeigsbolla með sítrónukremi. Skyrís á súkkulaði og kakóbaunum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya



























