Keppni
Kokkalandsliðið keppir í heita matnum í dag – Myndir
Í dag keppir Kokkalandsliðið í heitum þriggja rétta kvöldverði á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir eru Erfurt í Þýskalandi. Keppnin hófst núna klukkan 11:00 á undirbúningi og afgreiðsla rétta hefst klukkan 17:00 á íslenskum tíma.
Þeir liðsmenn í Kokkalandsliðinu sem keppa í heita matnum eru:
- Atli Þór Erlendsson
- Axel Clausen
- Bjarni Siguróli Jakobsson
- Hafsteinn Ólafsson
- Hrafnkell Sigríðarson
- Ylfa Helgadóttir
Með fylgja myndir sem má birta núna, en þær eru frá síðustu æfingu Kokkalandsliðsins sem haldin var að Bitruhálsi 2 í Reykjavík, í þriggja rétta keppnismatseðlinum.
Það var Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari sem tók myndirnar og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Matseðill

Forréttur
Léttreykt ýsa með humri, íslensk smágúrka með vatnakarsakremi og grásleppuhrognum. Gljáð svartrót og svartrótarflögur, brúnaður laukur, humar- og kræklingasmjörsósa

Aðalréttur
Nautahryggur og nautamergur með jurtum, hægelduð nautabringa með grilluðu grænkáli og jarðskokkamauki. Kartafla með svörtum hvítlauk og parmesanosti. Ristaðir shiitake sveppir, bóndabaunir og blaðlaukur. Uxahala- og rauðvínssósa

Eftirréttur
Skyr- og karamellumús, rifsberjahlaup, stökkar hnetur og kakónibbur. Pera með verbenadressingu og pistasíum. Stökk vatnsdeigsbolla með sítrónukremi. Skyrís á súkkulaði og kakóbaunum

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar