Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Klúbbur matreiðslumeistara stofnar suðurlandsdeild

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara - Logo - 50 ára

Með stóraukinni ferðaþjónustu og fjölgun íbúa á suðurlandi hefur veitingastöðum fjölgað hratt á undanförnum árum. Þessari fjölgun fylgir fjölgun fagfólks á svæðinu en KM er félag fagfólks í matreiðslu sem sinnir hefðbundnu félagsstarfi og eflir íslenska matargerð með umfangsmikilli þjálfun og keppnisstarfi ungs fagfólks.

Þorri starfs félagsins fer fram á höfuðborgarsvæðinu en öflug deild er einnig starfandi á Norðurlandi og nú stendur til að stofna deild á Suðurlandi.

Stofnfundur KM Suðurlands verður haldin í Tryggvaskála þriðjudaginn 26. september kl 18.00.  Allir matreiðslumenn og konur eru hvattir til að mætta á fundinn.

„Þessir fundir eru frábær vettvangur til að hitta annað fagfólk, kynnast því sem er í gangi á svæðinu og skiptast á skemmtisögum úr faginu“

segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.

Helstu verkefni klúbbsins:

Rekstur Kokkalandsliðsins sem er fulltrúi Íslands á stærstu alþjóðlegu matreiðslukeppnum kokkalandsliða HM & Ólympíuleikum.  Liðið eflir metnað innan fagsins, sinnir verðmætri vöruþróun og er öflug landkynning fyrir íslenska ferðaþjónustu og matvæla útflutning. Liðið er á topp 10 í alþjóðlegum samanburði og hefur best náð 3. sæti á Ólympíuleikum, og 5. sæti á HM.

Kokkur ársins, árleg keppni um eftirsóttan titil.

Norðurlandakeppni matreiðslumanna “Nordic Chef of the year“

Norðurlandaþing matreiðslumeistara haldið á Íslandi á 10 ára fresti.

Árlegur Hátíðarkvöldverður haldinn af félaginu.

Reiknað er með mánaðarlegum fundum í vetur, sem haldnir verða um allt suðurland.

„Við hlökkum til að sjá sem flesta fagmenn á stofnfundinum og á fundum með okkur í vetur“

segir Þórir að lokum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið