Viðtöl, örfréttir & frumraun
Klúbbur matreiðslumeistara stofnar suðurlandsdeild
Með stóraukinni ferðaþjónustu og fjölgun íbúa á suðurlandi hefur veitingastöðum fjölgað hratt á undanförnum árum. Þessari fjölgun fylgir fjölgun fagfólks á svæðinu en KM er félag fagfólks í matreiðslu sem sinnir hefðbundnu félagsstarfi og eflir íslenska matargerð með umfangsmikilli þjálfun og keppnisstarfi ungs fagfólks.
Þorri starfs félagsins fer fram á höfuðborgarsvæðinu en öflug deild er einnig starfandi á Norðurlandi og nú stendur til að stofna deild á Suðurlandi.
Stofnfundur KM Suðurlands verður haldin í Tryggvaskála þriðjudaginn 26. september kl 18.00. Allir matreiðslumenn og konur eru hvattir til að mætta á fundinn.
„Þessir fundir eru frábær vettvangur til að hitta annað fagfólk, kynnast því sem er í gangi á svæðinu og skiptast á skemmtisögum úr faginu“
segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.
Helstu verkefni klúbbsins:
Rekstur Kokkalandsliðsins sem er fulltrúi Íslands á stærstu alþjóðlegu matreiðslukeppnum kokkalandsliða HM & Ólympíuleikum. Liðið eflir metnað innan fagsins, sinnir verðmætri vöruþróun og er öflug landkynning fyrir íslenska ferðaþjónustu og matvæla útflutning. Liðið er á topp 10 í alþjóðlegum samanburði og hefur best náð 3. sæti á Ólympíuleikum, og 5. sæti á HM.
Kokkur ársins, árleg keppni um eftirsóttan titil.
Norðurlandakeppni matreiðslumanna “Nordic Chef of the year“
Norðurlandaþing matreiðslumeistara haldið á Íslandi á 10 ára fresti.
Árlegur Hátíðarkvöldverður haldinn af félaginu.
Reiknað er með mánaðarlegum fundum í vetur, sem haldnir verða um allt suðurland.
„Við hlökkum til að sjá sem flesta fagmenn á stofnfundinum og á fundum með okkur í vetur“
segir Þórir að lokum.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð